Ris fall FL Group 19. mars 2008 00:01 Stefnt er að því að taka FL Group af skráðum markaði á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur það verið rætt í hópi stærstu hluthafa en ekki formlega í stjórn félagsins. Ekki er ljóst hvað verður gert í framhaldinu en til skoðunar er að skipta félaginu upp og hætta rekstri þess. Menn eru búnir að missa þolinmæðina. Of mikill tími hefur farið í að huga að FL Group hjá mönnum sem eru mjög uppteknir á öðrum vígstöðvum nú þegar markaðir nánast hrynja. Um síðustu áramót var verðmæti verðbréfasafns FL Group metið á um 219 milljarða króna í ársreikningi. Fasteignir, Tryggingamiðstöðin og eignarhlutur í Glitni munu vera eftirsóknarverðar eignir í augum stærstu eigenda. Undanfarið hafa erlendar eignir markvisst verið seldar til að minnka markaðsáhættu félagsins. Áfram verður haldið á þeirri braut enda hafa miklir fjármunir tapast á erlendum fjárfestingum. Jón Sigurðsson forstjóri upplýsti á aðalfundi að tapið á flugrekstrarfélaginu AMR, Finnair og Commerzbank á síðasta ári næmi 38 milljörðum króna.Margir öruggir með sigLjóst er að mettap FL Group á síðasta ári, um 67 milljarðar króna, er ekki eingöngu vegna vitlausra ákvarðana stjórnenda félagsins. Niðursveifla á alþjóðlegum mörkuðum hefur vissulega haft sitt að segja. Menn voru líka orðnir öruggir með sig eftir velgengni síðustu ára og fóru ekki nógu varlega. Fyrst bar á örvæntingu þegar ekkert gekk að breyta áherslum í AMR þrátt fyrir að FL Group væri stærsti einstaki hluthafinn. Hannes Smárason birtist á bandarísku viðskiptafréttastöðinni CNBC og útskýrði hvað þyrfti að gera. Og margir tóku undir röksemdir hans. En lítið gekk. Gengi AMR lækkaði og FL Group tapaði milljörðum.Þessi þróun hélt áfram og hafði áhrif á gengi félagsins í Kauphöll Íslands og á önnur fjármála- og fjárfestingarfélög. Enginn var stikkfrír í þessari þróun. Menn höfðu spilað djarft. Bankar höfðu lært það í fyrri niðursveiflum að vakta vel hvað væri á bak við veð fyrir lán í hlutabréfum. Velgengni síðustu ára hafði hvatt menn til að tefla djarft, veðsetja hluta af verðbréfasafninu og kaupa meira. Lækkun hlutabréfa varð til þess að margir lentu í vandræðum. Þau vandræði kristölluðust þegar Gnúpur, fjárfestingarfélag Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, lenti í vandræðum. Einn stærsti hluthafi FL Group var að komast í þrot. Eigið fé félagsins var nánast uppurið og Landsbankinn krafðist aðgerða. Svipaða sögu var að segja um Materia Invest þeirra Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármanns og Kevins Stanford.Vandræðin verða sýnilegÞannig kristölluðust vandræðin á íslenska verðbréfamarkaðnum í erfiðleikum hjá hluthöfum FL Group. Þar var hægt að sjá birtingarmynd erfiðleikanna. Þó vildu allir meina að uppstokkun í hluthafahópnum í desember á síðasta ári hefði verið fyrsta skrefið fram á við. Úr vörn í sókn. Félagið var eflt með hlutafjáraukningu þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, lék aðalhlutverkið. Hann hélt í björgunarleiðangur. Útboðsgengið var keyrt niður úr 19 í 14,7 sem mörgum smærri hluthöfum þótti alltof lágt. Kaupþing tók ekki annað í mál enda á félagið hagsmuna að gæta sem lánardrottinn Baugs.Pálmi Haraldsson, sem hafði selt allt sitt í FL á genginu 29,5, tók þátt í hlutafjáraukningunni og keypti á genginu 14,7 og lægra. Hann hirti hluti þeirra sem voru í vandræðum. Fleiri tóku þátt og þá átti að verðlauna í febrúar með öðru hlutafjárútboði. Þá átti Baugur að falla frá forkaupsrétti og björgunarsveitin átti að fá að kaupa aftur á sama gengi og í desember. Menn sáu ekki lengra en nokkra daga fram í tímann. Gengi FL í byrjun febrúar var komið niður í 10. Hætt var við hlutafjáraukninguna.Gríðarlegt tapEnn sér ekki fyrir endann á vandræðum FL Group. Markaðsverðmæti félagsins hefur hrunið. Í júlí í fyrra var verðmæti FL Group tæpir 300 milljarðar króna. Um miðjan dag í gær var það um 66 milljarðar króna. Það er lækkun um 234 milljarða króna á átta mánuðum. Það munar um minna.Það er ekki einfalt mál að afskrá félag eins og Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar, útskýrir hér til hliðar. Ljóst er að gæta verður að hag minni hluthafa þegar þeir stóru taka svo afdrifaríkar ákvarðanir. Hvaða leið verður farin er óljóst. Hvort menn hætti við er líka óljóst. Hins vegar er ljóst að þolinmæði stærstu eigenda gagnvart FL Group er svo til á þrotum. Menn þurfa nú að beina kröftum sínum að öðrum og ekki síður mikilvægum hlutum. Hræringar á öllum mörkuðum krefjast þess. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Stefnt er að því að taka FL Group af skráðum markaði á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur það verið rætt í hópi stærstu hluthafa en ekki formlega í stjórn félagsins. Ekki er ljóst hvað verður gert í framhaldinu en til skoðunar er að skipta félaginu upp og hætta rekstri þess. Menn eru búnir að missa þolinmæðina. Of mikill tími hefur farið í að huga að FL Group hjá mönnum sem eru mjög uppteknir á öðrum vígstöðvum nú þegar markaðir nánast hrynja. Um síðustu áramót var verðmæti verðbréfasafns FL Group metið á um 219 milljarða króna í ársreikningi. Fasteignir, Tryggingamiðstöðin og eignarhlutur í Glitni munu vera eftirsóknarverðar eignir í augum stærstu eigenda. Undanfarið hafa erlendar eignir markvisst verið seldar til að minnka markaðsáhættu félagsins. Áfram verður haldið á þeirri braut enda hafa miklir fjármunir tapast á erlendum fjárfestingum. Jón Sigurðsson forstjóri upplýsti á aðalfundi að tapið á flugrekstrarfélaginu AMR, Finnair og Commerzbank á síðasta ári næmi 38 milljörðum króna.Margir öruggir með sigLjóst er að mettap FL Group á síðasta ári, um 67 milljarðar króna, er ekki eingöngu vegna vitlausra ákvarðana stjórnenda félagsins. Niðursveifla á alþjóðlegum mörkuðum hefur vissulega haft sitt að segja. Menn voru líka orðnir öruggir með sig eftir velgengni síðustu ára og fóru ekki nógu varlega. Fyrst bar á örvæntingu þegar ekkert gekk að breyta áherslum í AMR þrátt fyrir að FL Group væri stærsti einstaki hluthafinn. Hannes Smárason birtist á bandarísku viðskiptafréttastöðinni CNBC og útskýrði hvað þyrfti að gera. Og margir tóku undir röksemdir hans. En lítið gekk. Gengi AMR lækkaði og FL Group tapaði milljörðum.Þessi þróun hélt áfram og hafði áhrif á gengi félagsins í Kauphöll Íslands og á önnur fjármála- og fjárfestingarfélög. Enginn var stikkfrír í þessari þróun. Menn höfðu spilað djarft. Bankar höfðu lært það í fyrri niðursveiflum að vakta vel hvað væri á bak við veð fyrir lán í hlutabréfum. Velgengni síðustu ára hafði hvatt menn til að tefla djarft, veðsetja hluta af verðbréfasafninu og kaupa meira. Lækkun hlutabréfa varð til þess að margir lentu í vandræðum. Þau vandræði kristölluðust þegar Gnúpur, fjárfestingarfélag Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, lenti í vandræðum. Einn stærsti hluthafi FL Group var að komast í þrot. Eigið fé félagsins var nánast uppurið og Landsbankinn krafðist aðgerða. Svipaða sögu var að segja um Materia Invest þeirra Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármanns og Kevins Stanford.Vandræðin verða sýnilegÞannig kristölluðust vandræðin á íslenska verðbréfamarkaðnum í erfiðleikum hjá hluthöfum FL Group. Þar var hægt að sjá birtingarmynd erfiðleikanna. Þó vildu allir meina að uppstokkun í hluthafahópnum í desember á síðasta ári hefði verið fyrsta skrefið fram á við. Úr vörn í sókn. Félagið var eflt með hlutafjáraukningu þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, lék aðalhlutverkið. Hann hélt í björgunarleiðangur. Útboðsgengið var keyrt niður úr 19 í 14,7 sem mörgum smærri hluthöfum þótti alltof lágt. Kaupþing tók ekki annað í mál enda á félagið hagsmuna að gæta sem lánardrottinn Baugs.Pálmi Haraldsson, sem hafði selt allt sitt í FL á genginu 29,5, tók þátt í hlutafjáraukningunni og keypti á genginu 14,7 og lægra. Hann hirti hluti þeirra sem voru í vandræðum. Fleiri tóku þátt og þá átti að verðlauna í febrúar með öðru hlutafjárútboði. Þá átti Baugur að falla frá forkaupsrétti og björgunarsveitin átti að fá að kaupa aftur á sama gengi og í desember. Menn sáu ekki lengra en nokkra daga fram í tímann. Gengi FL í byrjun febrúar var komið niður í 10. Hætt var við hlutafjáraukninguna.Gríðarlegt tapEnn sér ekki fyrir endann á vandræðum FL Group. Markaðsverðmæti félagsins hefur hrunið. Í júlí í fyrra var verðmæti FL Group tæpir 300 milljarðar króna. Um miðjan dag í gær var það um 66 milljarðar króna. Það er lækkun um 234 milljarða króna á átta mánuðum. Það munar um minna.Það er ekki einfalt mál að afskrá félag eins og Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar, útskýrir hér til hliðar. Ljóst er að gæta verður að hag minni hluthafa þegar þeir stóru taka svo afdrifaríkar ákvarðanir. Hvaða leið verður farin er óljóst. Hvort menn hætti við er líka óljóst. Hins vegar er ljóst að þolinmæði stærstu eigenda gagnvart FL Group er svo til á þrotum. Menn þurfa nú að beina kröftum sínum að öðrum og ekki síður mikilvægum hlutum. Hræringar á öllum mörkuðum krefjast þess.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira