Bankahólfið: Leitin mikla 9. janúar 2008 00:01 Peter Lehmann Shiraz rauðvín Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira