Handan járntjaldsins 10. október 2007 00:01 Félag Jóns Helga Guðmundssonar Norvik hefur fjárfest í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum frá því snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. Fleiri hafa svo bæst í hópinn síðustu ár, svo sem MP Fjárfestingabanki og Penninn. Nokkur fyrirtækjanna hafa nú þegar, eða stefna að, frekara landnám í austurvegi. Nordic Partners hóf fjárfestingar í Lettlandi árið 1997 og er nú umsvifamesta íslenska fyrirtækið í Eystrasaltslöndunum og Póllandi með á bilinu sjö til átta þúsund starfsmenn. Líkt og fram kom í viðtali við Gísla Reynisson, forstjóra Nordic Partners, í Markaðnum fyrir nokkru, þá sá hann mikla möguleika í löndum við Eystrasalt, ekki síst hjá fólkinu sem kappkostaði að koma sér undan klafa Rússlandsáranna. Fyrirtækið er nú að hugsa sér til hreyfings og hefur fjárfest lítillega í öðru fyrrverandi austantjaldsríki. Ekki hefur fengist gefið upp hvaða land það er. Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, hefur lengi átt í viðskiptum í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi, og hóf beinar fjárfestingar þar um 1992. Félag hans, Norvik, hefur aðallega fjárfest í timburvinnslu í Lettlandi og Eistlandi en á að auki verksmiðjur í Bretlandi. Þá rekur félagið Norvik Bank í Lettlandi, sem á systurfyrirtæki í Armeníu og útibú í Moskvu. Erlendir starfsmenn fyrirtækisins eru 2.500 talsins, þar af 1.800 í Lettlandi og 500 í Rússlandi. Líkt og fleiri íslensk félög horfir Norvik til landnáms í fleiri fyrrverandi austantjaldslöndum, svo sem í Úkraínu. Fleiri fyrirtæki hafa komið sér þar fyrir, til dæmis MP Fjárfestingabanki, og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Jón Helgi hafði um árabil átt í viðskiptum við Sovétríkin í gegnum Byko. Þegar þau liðu undir lok í enda árs 1991 varð hann að leita nýrra tækifæra í Eystrasaltsríkjunum. Það lagði grunninn að fjárfestingum Norvik þar: „Við töldum mjög líklegt að tækifærin myndu gefast í þessu umhverfi," segir hann. Markaðir Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. Fleiri hafa svo bæst í hópinn síðustu ár, svo sem MP Fjárfestingabanki og Penninn. Nokkur fyrirtækjanna hafa nú þegar, eða stefna að, frekara landnám í austurvegi. Nordic Partners hóf fjárfestingar í Lettlandi árið 1997 og er nú umsvifamesta íslenska fyrirtækið í Eystrasaltslöndunum og Póllandi með á bilinu sjö til átta þúsund starfsmenn. Líkt og fram kom í viðtali við Gísla Reynisson, forstjóra Nordic Partners, í Markaðnum fyrir nokkru, þá sá hann mikla möguleika í löndum við Eystrasalt, ekki síst hjá fólkinu sem kappkostaði að koma sér undan klafa Rússlandsáranna. Fyrirtækið er nú að hugsa sér til hreyfings og hefur fjárfest lítillega í öðru fyrrverandi austantjaldsríki. Ekki hefur fengist gefið upp hvaða land það er. Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, hefur lengi átt í viðskiptum í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi, og hóf beinar fjárfestingar þar um 1992. Félag hans, Norvik, hefur aðallega fjárfest í timburvinnslu í Lettlandi og Eistlandi en á að auki verksmiðjur í Bretlandi. Þá rekur félagið Norvik Bank í Lettlandi, sem á systurfyrirtæki í Armeníu og útibú í Moskvu. Erlendir starfsmenn fyrirtækisins eru 2.500 talsins, þar af 1.800 í Lettlandi og 500 í Rússlandi. Líkt og fleiri íslensk félög horfir Norvik til landnáms í fleiri fyrrverandi austantjaldslöndum, svo sem í Úkraínu. Fleiri fyrirtæki hafa komið sér þar fyrir, til dæmis MP Fjárfestingabanki, og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Jón Helgi hafði um árabil átt í viðskiptum við Sovétríkin í gegnum Byko. Þegar þau liðu undir lok í enda árs 1991 varð hann að leita nýrra tækifæra í Eystrasaltsríkjunum. Það lagði grunninn að fjárfestingum Norvik þar: „Við töldum mjög líklegt að tækifærin myndu gefast í þessu umhverfi," segir hann.
Markaðir Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira