Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari 3. september 2007 08:00 Einar Bollason hestamaður Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. Einar var þjálfari íslenska liðsins árið 1986 þegar frægasta flautukarfa í sögu íslenska landsliðsins leit dagsins ljós en hún var líka skoruð á fjölum Laugardalshallarinnar. Pálmar Sigurðsson tryggði íslenska liðinu þá 75-72 sigur á Norðmönnum og þar með sæti í b-keppninni í fyrsta skiptið. „Karfan hans Pálmars er örugglega frægasta flautukarfan í sögu landsliðsins enda skipti hún ólíkt meira máli heldur en þessi karfa hjá Jakobi. Hún tryggði okkur sæti í b-úrslitum en b-úrslitin þá voru bara eins og hluti af a-úrslitunum núna því a-þjóðirnar voru bara fjórar efstu þjóðirnar plús heims- og Ólympíumeistarar,” rifjar Einar upp. „Þetta var algjör úrslitaleikur í riðlinum og þessi karfa var ekkert skoruð við þriggja stiga línuna heldur var hann svona tveimur metrum fyrir utan og ég held að hann hafi verið með hálft norska liðið í andlitinu á sér þegar hann lét vaða. Pálmar var ein mesta þriggja stiga skytta okkar á þessum tíma og honum var bara falið þetta,“ lýsir Einar, sem var mættur í Höllina til að fylgjast með landsliðinu gegn Georgíu. „Ég var búinn að gefa upp alla von því okkar menn voru búnir að fara svo illa að ráði sínu. Við hefðum átt að vera búnir að vinna þennan leik þremur til fjórum sóknum áður,” segir Einar og bætir við: „Þetta er tvímælalaust einn af okkar stóru sigrum í landsleikjasögunni því Sovétríkin hefðu getað sent fimm til sex landslið á Ólympíu- og heimsleika sem hefðu verið meðal tólf efstu. Georgía er eitt af þessum ríkjum þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. Ég held að við myndum ekki vinna marga leiki á móti þeim ef við færum í einhverja leikjarunu. Það breytir samt engu um úrslitin í fyrrakvöld sem voru alveg stórkostleg. Ég tek ofan fyrir okkar strákum og gamla landsliðshjartað tók kipp að sjá baráttuna í liðinu,” segir Einar.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira