Dallas enn án sigurs 7. nóvember 2006 14:35 Avery Johnson og Don Nelson voru áður samstarfsfélagar hjá Dallas, en í nótt stýrði gamli refurinn Nelson liði sínu til sigurs á Dallas eftir að Johnson var vikið af velli fyrir að láta dómara heyra það NordicPhotos/GettyImages Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira