Matur

Matarspjallið:: Tandoori-lamb Jónínu Bjartmarz

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og frambjóðandi til varaformanns Framsóknarflokksins eldaði fyrir okkur í Íslandi í dag gómsætt Tandoori-lamb. Hér kemur uppskriftin.

Tandoori - lamb ala Hanna Kristín og Svenni

4 lambainnanlærisvöðvar 

3 mtsk tandoori - pasta eða duft 

1 dl ósætt jógúrt 

2 hvítlauksgeirar, saxaðir 

2 cm engiferrót, söxuð 

safi úr ½ sítrónu

Blandið öllu saman í skál. Skerið lambakjötið í 1,5 cm sneiðar og lagt í massann. Látið liggja yfir nótt. Grillað í ofni eða á útigrilli.

Tandoori-sósa

2 msk olía

2 msk kashmir masala mauk

1 msk karrý-duft

1 tsk garam masala duft

1 msk tómatmauk

1-2 laukar, saxaðir

5 dl vatn

5 dl rjómi

4 msk síróp

½ pakki kókoskrem

2 msk tandooriduft

salt eftir smekk

1 dl möndluspænir

Steikið laukinn við vægan hita á pönnu ásamt kryddunum. Bætið vatni, rjóma, sírópi, kókoskremi, tandooridufti og salti á pönnuna. Látið kraum á pönnunni þar til sósan er orðin mátulega þykk. Hellið sósunni yfir eldað kjötið og dreifið möndluspæninum yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Berið fram með Basmati-hrísgrjónum, bragðbættum með saffran og jógúrtsósu með litlum ávaxtabitum.

Naan-brauð

2 tsk þurrger

1 ½ dl volg mjólk

2 tsk púðursykur

7 ½ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 msk olífuolía

1 ½ dl hrein jógúrt

1 egg

50 g smjör

Leysið gerið upp í volgri mjólk. Bætið afgangnum af hráefninu úti og blandið vel saman. Látið deigið hefast í klukkustund. Skiptið deiginu í 10 kúlur og látið þær standa á borði í 10 mínútur. Hitið ofninn í 230°C eða hitið grillið vel. Mótið deigið í kringlóttar kökur með höndunum og penslið með smjöri. Grillið í ofninum eða á grillinu í u.þ.b 10 mínútur. Smyrjið aftur með bræddu smjöri eða ólífuolía strax og það er tekið úr ofninum eða af grillinu.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.