Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu 21. júní 2006 18:45 George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira