Herratískan heillar 31. ágúst 2006 08:30 Aníta er að vinna í Frúin í Hamborg á Akureyri en heldur til Bretlands í hinn fræga Central Saint Martins hönnunarskóla í september. MYND/heida.is „Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni. Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni.
Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira