Bjartsýni á samninga 13. júní 2006 05:45 Solana og Plassnik Javier Solana talar á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær. Ursula Plassnik, utanríkisráðherra Austurríkis sem gegnir formennskunni í ESB, hlýðir á. MYND/ap Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst. Erlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna 25 sögðust í gær bjartsýnir á að Íransstjórn muni gefa jákvætt svar í þessari viku við sáttatilboði stórveldanna sex, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, kynnti fyrir ráðamönnum í Teheran í síðustu viku. Sáttatilboðið, sem lagt var fram í nafni Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Rússlands og Kína, felur í sér að Írönum er boðinn ýmis ávinningur gegn því að þeir hætti að minnsta kosti tímabundið auðgun úrans, en það er ferli sem hægt er að beita bæði til að framleiða eldsneyti til raforkuframleiðslu í kjarnorkuverum, en einnig til að framleiða kjarnorkusprengjur. Solana sagði á utanríkisráðherrafundi ESB í Lúxemborg í gær að ráðamenn í Teheran hefðu nú þegar breytt um orðfæri í yfirlýsingum um kjarnorkudeiluna. Við beitum okkur áfram fyrir því að halda hitastiginu [í orðaskiptunum við Írana] eins lágu og mögulegt er, tjáði Solana fréttamönnum. Solana sagði að alþjóðasamfélagið hefði boðið Írönum mjög víðtækan ávinning. Ég vona að þeir svari með jákvæðum hætti. Frekari viðræður við íranska ráðamenn væru framundan, að sögn Solanas. Staðan er erfið, en ég er ekki svartsýnn, bætti hann við. Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu á sunnudag að þeir myndu ekki flýta sér að gefa afgerandi svör. Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnin myndi taka eins mikinn tíma og hún telji sig þurfa til að íhuga tillögurnar. Hann sagði þær innihalda ásættanleg atriði, en tók ennfremur fram að í þeim væru vafasöm atriði. Þá væri sumt í þeim óljóst.
Erlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira