Færeyjar færast nær 24. ágúst 2005 00:01 Mitt á milli Íslands og meginlands Evrópu eru eyjar sem Íslendingar virðast oft líta fram hjá þegar kemur að fjárfestingarkostum. Ein ástæða þess er að stór hluti fyrirtækja er í eigu færeyska ríkisins. Viðskiptalíf Færeyja hefur sannarlega ekki þróast jafnhratt og íslenskt viðskiptalíf á undanförnum árum. Færeyjar virðast oft gleymast þegar verið er að skoða erlend umsvif íslenskra fyrirtækja. Kannski vegna þess að Íslendingar líti svo stórt á sig að þeim finnist ekki taka því að minnast á Færeyjar. Eða kannski liggur skýringin í því að flestir hafi komið auga á kauptækifæri þar en vilji ekki benda öðrum á þau. Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Lítill vöxtur Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn er mikilvægur í augum Færeyinga og svipar þeim nokkuð til Íslendinga með hversu mikinn vörð þeir standa um atvinnuveginn. Mörg smá fyrirtæki einkenna sjávarútveginn í Færeyjum og fáar sameiningar hafa átt sér stað. Þó sameinuðust tvö stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á árinu. Færeyska fjármálakerfið samanstendur af einum banka, Föroya Banki og nokkurs konar sparisjóði, Föroya Sparikassi. Bankarnir fundu mjög fyrir kreppunni undir lok níunda áratugarsins og mikill taprekstur á þeim í kjölfarið. Sjóðir í eigu ríkisins komu þeim til bjargar og tveir stærstu bankarnir urðu í ríkiseigu vegna þess. Þeir sameinuðust svo í einn árið 1994 undir nafninu Föroya Banki. Sameiningin var af hinu góða en vöxtur bankans hefur verið hægur undanfarin ár. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Ekki er hægt að fjalla um færeyskt efnahagslíf án þess að minnast á að Danir veita Færeyingum árlega 630 milljónir danskra króna eða hátt í sjö milljarða íslenskra króna í styrki. Danir ætla að greiða Færeyingum þessa upphæð fram til næsta árs en þá verður upphæðin líklega lækkuð. Hafa stigið fyrstu skrefin Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Einnig hafa íslensk fyrirtæki farið beint í samkeppni við færeysk fyrirtæki. Íslensk fyrirtæki hafa verið að kaupa færeysk fyrirtæki í einhverju mæli upp á síðkastið. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Samstarfið við Og Vodafone gefur Kall möguleika á því að taka nýjungar hraðar í notkun og verður um leið ákveðið forskot á samkeppnisaðilana. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. SMS er í nánu innkaupasamstarfi við Aðföng, vöruhús Baugs-Íslands, og lögð hefur verið áhersla á sölu íslenskrar matvöru í verslunum Bónuss í Færeyjum. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Einkavæðing fram undan Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa ekki endilega sömu sýn og stjórnmálamenn. Raddir á borð við að ekki eigi að einkavæða Atlantic Airways því þá versni þjónustan hafa verið á lofti sem og hræðsla við hagræðingu í rekstri. Fjármálaráðherra Færeyja hélt erindi fyrr á árinu í London þar sem hann kynnti færeyskt efnahagslíf fyrir þarlendum fjárfestum. Við komuna heim til Færeyja sagðist hann ekki efast um að gott verð fáist fyrir fyrirtækin sem verði einkavædd. Hann sagði mikinn áhuga vera á færeyskum fyrirtækjum hjá breskum fjárfestum. Föroya Tela má líkja við Símann að einhverju leyti en tekjur Föroya Tele og hagnaður á síðasta ári nam einum sjöunda af tekjum og hagnaði Símans. Föroya Tele hefur verið að sjá tekjur sínar minnka og hefur Kall, samkeppnisaðili Föroya Tele náð yfir tuttugu prósenta markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði. Grunnnetið verður áfram í höndum ríkisins ólíkt því sem var ákveðið hér á landi fyrir sölu Símans. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Markaðurinn þar er mjög lítill og eins er erfitt að nálgast upplýsingar ef viðkomandi skilur ekki færeysku. Skráð hér á landi Færeyski Virðisbrævnamarknaðurinn og Kauphöllin eru í samstarfi um skráningu skuldabréfa og hlutabréfa hér á landi. Þrír flokkar færeyskra skuldabréfa eru skráðir hér á landi og eitt hlutafélag. Skuldabréfin sem skráð eru í Kauphöllinni eru gefin út af landstjórn Færeyja í dönskum krónum. Virði þeirra er tæpir 20 milljarðar og velta með bréfin í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu en ekki sú færeyska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Fjárfestar hér á landi þekkja til starfsemi stærstu félaganna í Færeyjum. Einnig ef haft er í huga að fyrirtækin eru að stórum hluta í eigu færeyska ríkisins svo ekki er vanþörf á meira fjármagni til frekari vaxtar. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Í kjölfar skráningar á færeyskum verðbréfum í Kauphöllina varð Föroya Sparikassi aðila að Kauphöllinni sem þýðir að Föroya Sparikassi geti átt viðskipti þar. Sækja vatnið yfir lækinn Hægt er að segja að íslenskir fjárfesta leiti langt yfir skammt en vissulega eru tækifærin takmörkuð þar sem Færeyjar eru lítill markaður. En á móti kemur að lítill vöxtur hefur verið undanfarin ár þannig að miklir vaxtarmöguleikar ættu að vera til staðar. Einnig ætti það að vera auðvelt fyrir íslensk fyrirtæki að nota svipaðar aðferðir og hafa dugað hér á landi til þess að hasla sér völl í Færeyjum. Menningin og tungumálið ættu í það minnsta ekki að standa í vegi fyrir frekari fjárfestingum Íslendinga í Færeyjum. Íslendingar eiga það líka sameiginlegt með Færeyingum að hafa lotið stjórn Dana. Íslendingar hafa fjárfest til þess að stuðla að frekari vexti annars staðar og sama má segja um fjárfestingar í Færeyjum. Um þessar mundir hafa flestir fjárfestar fjárhagslega burði til þess að ýta undir vöxt fyrirtækjanna, að minnsta kosti á færeyska vísu. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Mitt á milli Íslands og meginlands Evrópu eru eyjar sem Íslendingar virðast oft líta fram hjá þegar kemur að fjárfestingarkostum. Ein ástæða þess er að stór hluti fyrirtækja er í eigu færeyska ríkisins. Viðskiptalíf Færeyja hefur sannarlega ekki þróast jafnhratt og íslenskt viðskiptalíf á undanförnum árum. Færeyjar virðast oft gleymast þegar verið er að skoða erlend umsvif íslenskra fyrirtækja. Kannski vegna þess að Íslendingar líti svo stórt á sig að þeim finnist ekki taka því að minnast á Færeyjar. Eða kannski liggur skýringin í því að flestir hafi komið auga á kauptækifæri þar en vilji ekki benda öðrum á þau. Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Lítill vöxtur Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn er mikilvægur í augum Færeyinga og svipar þeim nokkuð til Íslendinga með hversu mikinn vörð þeir standa um atvinnuveginn. Mörg smá fyrirtæki einkenna sjávarútveginn í Færeyjum og fáar sameiningar hafa átt sér stað. Þó sameinuðust tvö stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á árinu. Færeyska fjármálakerfið samanstendur af einum banka, Föroya Banki og nokkurs konar sparisjóði, Föroya Sparikassi. Bankarnir fundu mjög fyrir kreppunni undir lok níunda áratugarsins og mikill taprekstur á þeim í kjölfarið. Sjóðir í eigu ríkisins komu þeim til bjargar og tveir stærstu bankarnir urðu í ríkiseigu vegna þess. Þeir sameinuðust svo í einn árið 1994 undir nafninu Föroya Banki. Sameiningin var af hinu góða en vöxtur bankans hefur verið hægur undanfarin ár. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Ekki er hægt að fjalla um færeyskt efnahagslíf án þess að minnast á að Danir veita Færeyingum árlega 630 milljónir danskra króna eða hátt í sjö milljarða íslenskra króna í styrki. Danir ætla að greiða Færeyingum þessa upphæð fram til næsta árs en þá verður upphæðin líklega lækkuð. Hafa stigið fyrstu skrefin Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Einnig hafa íslensk fyrirtæki farið beint í samkeppni við færeysk fyrirtæki. Íslensk fyrirtæki hafa verið að kaupa færeysk fyrirtæki í einhverju mæli upp á síðkastið. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Samstarfið við Og Vodafone gefur Kall möguleika á því að taka nýjungar hraðar í notkun og verður um leið ákveðið forskot á samkeppnisaðilana. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. SMS er í nánu innkaupasamstarfi við Aðföng, vöruhús Baugs-Íslands, og lögð hefur verið áhersla á sölu íslenskrar matvöru í verslunum Bónuss í Færeyjum. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Einkavæðing fram undan Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa ekki endilega sömu sýn og stjórnmálamenn. Raddir á borð við að ekki eigi að einkavæða Atlantic Airways því þá versni þjónustan hafa verið á lofti sem og hræðsla við hagræðingu í rekstri. Fjármálaráðherra Færeyja hélt erindi fyrr á árinu í London þar sem hann kynnti færeyskt efnahagslíf fyrir þarlendum fjárfestum. Við komuna heim til Færeyja sagðist hann ekki efast um að gott verð fáist fyrir fyrirtækin sem verði einkavædd. Hann sagði mikinn áhuga vera á færeyskum fyrirtækjum hjá breskum fjárfestum. Föroya Tela má líkja við Símann að einhverju leyti en tekjur Föroya Tele og hagnaður á síðasta ári nam einum sjöunda af tekjum og hagnaði Símans. Föroya Tele hefur verið að sjá tekjur sínar minnka og hefur Kall, samkeppnisaðili Föroya Tele náð yfir tuttugu prósenta markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaði. Grunnnetið verður áfram í höndum ríkisins ólíkt því sem var ákveðið hér á landi fyrir sölu Símans. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Markaðurinn þar er mjög lítill og eins er erfitt að nálgast upplýsingar ef viðkomandi skilur ekki færeysku. Skráð hér á landi Færeyski Virðisbrævnamarknaðurinn og Kauphöllin eru í samstarfi um skráningu skuldabréfa og hlutabréfa hér á landi. Þrír flokkar færeyskra skuldabréfa eru skráðir hér á landi og eitt hlutafélag. Skuldabréfin sem skráð eru í Kauphöllinni eru gefin út af landstjórn Færeyja í dönskum krónum. Virði þeirra er tæpir 20 milljarðar og velta með bréfin í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu en ekki sú færeyska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Fjárfestar hér á landi þekkja til starfsemi stærstu félaganna í Færeyjum. Einnig ef haft er í huga að fyrirtækin eru að stórum hluta í eigu færeyska ríkisins svo ekki er vanþörf á meira fjármagni til frekari vaxtar. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Í kjölfar skráningar á færeyskum verðbréfum í Kauphöllina varð Föroya Sparikassi aðila að Kauphöllinni sem þýðir að Föroya Sparikassi geti átt viðskipti þar. Sækja vatnið yfir lækinn Hægt er að segja að íslenskir fjárfesta leiti langt yfir skammt en vissulega eru tækifærin takmörkuð þar sem Færeyjar eru lítill markaður. En á móti kemur að lítill vöxtur hefur verið undanfarin ár þannig að miklir vaxtarmöguleikar ættu að vera til staðar. Einnig ætti það að vera auðvelt fyrir íslensk fyrirtæki að nota svipaðar aðferðir og hafa dugað hér á landi til þess að hasla sér völl í Færeyjum. Menningin og tungumálið ættu í það minnsta ekki að standa í vegi fyrir frekari fjárfestingum Íslendinga í Færeyjum. Íslendingar eiga það líka sameiginlegt með Færeyingum að hafa lotið stjórn Dana. Íslendingar hafa fjárfest til þess að stuðla að frekari vexti annars staðar og sama má segja um fjárfestingar í Færeyjum. Um þessar mundir hafa flestir fjárfestar fjárhagslega burði til þess að ýta undir vöxt fyrirtækjanna, að minnsta kosti á færeyska vísu. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira