Hafði gaman af unglingavinnunni 24. maí 2005 00:01 Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði." Atvinna Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Helena Sif er úr Borgarnesi og kveðst hafa haft gaman af garðyrkju frá því hún man eftir sér. "Mér finnst ég alltaf hafa verið eitthvað að róta í mold," segir hún. "Bæði vorum við með garð heima og svo er ég kannski ein af fáum sem hafði verulega gaman af unglingavinnunni. Ég var þá að hirða Skallagrímsgarð í Borgarnesi og þykir voða vænt um hann." Nú er Helena Sif að vinna hjá borginni, er þar flokksstjóri og sér um miðborgina, eða Kvosina eins og hún kýs að kalla hana. Í hennar deild er ungt fólk úr Vinnumiðlun ungs fólks í Hinu húsinu. Það er svona að tínast út á túndruna og Helena Sif kveðst þegar komin með fjóra liðsmenn. En hvað er helst verið að bjástra? "Við erum að undirbúa skrúðgarðana hér í miðbænum undir sumarið. Stinga upp beðin fyrir sumarblómin á Austurvelli og víðar. Það er ekki þorandi að setja þau niður strax í svona kuldatíð en við erum að planta trjám og runnum. Það þarf allt endurnýjunar við. Sumt er orðið svo gamalt að nauðsynlegt er að bæta inn í svo eitt taki við af öðru. Svo erum við náttúrlega að pjakka og reyta illgresi og allt þetta sem þarf að gera," svarar hún. Ekki neitar hún því að mikið sé af rusli og glerbrotum í runnunum. "Líka mikið af því sem við viljum ekki sjá eins og sprautunálar og slíkt. Því miður. Þannig var það ekki þannig í Skallagrímsgarði."
Atvinna Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira