Seattle 4 - Sacramento 1 4. maí 2005 00:01 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig. NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig.
NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira