Fátækt barn verður fátækt foreldri 4. maí 2005 00:01 "Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára. Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára.
Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira