Killzone 13. október 2005 19:01 Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar, ISA sem eru hreinræktaðar manneskjur og Helgast sem eru afmyndað form af mannkyninu sökum langvarandi veru á óbyggilegum plánetum. Helgast eru gramir í garð ISA og því eiga þessar tvær fylkingar í blóðugu stríði. Umgjörð Spilarinn stýrir ISA hermanninum Templar sem þarf að taka á honum stóra sínum til að eiga möguleika gegn hinum illu Helgast. Þar sem ég spila flesta fyrstu persónu skotleiki (FPS) á PC tölvu tók það mig smá tíma að venjast stýripinnanum en þegar ég var búinn að ná réttum handtökum var Killzone búinn að ná heljartökum á mér. Umhverfi leiksins er sannfærandi þó svo leiðin í gegnum hann er aðeins ein og lítið frelsi til að skoða sig um. Umhverfið býður ekki upp á mikla gagnvirkni en hasarinn bætir það upp. Helgast hermennirnir eru sniðugir andstæðingar sem vinna saman og eru harðir naglar. Þeir hafa mismunandi týpur innan sinna vébanda og haga sér eftir því. Fótgönguliðarnir ráðast beint til atlögu á meðan stórskotaliðið og leyniskytturnar halda sig til baka og veita fótgönguliðinu stuðning. Spilun Það sem kom á óvart var hversu saga leiksins er sterk þrátt fyrir að hún sé ekkert sérlega frumleg. Fléttur í sögunni breyta atburðarrás leiksins og heldur hún athygli spilarans. Þegar líður á leikinn fær Templar liðsauka þriggja karaktera sem spilarinn getur valið að spila í upphafi verkefna. Liðsaukinn kemur frá Luger sem er kvenkyns leynihermaður “Stealth”, Rico sem er svartur þungavopna hermaður og Hakha sem er hálfur maður og hálfur Helgast. Hópurinn vinnur saman en ekki er hægt gefa þeim skipanir og eru þau ónæm fyrir skotum og sprengjum Helgast sem rýrir raunveruleikagildi leiksins. Grafík og hljóð Grafík Killzone er fín á mælikvarða PS2 og hljóðvinnslan er frábærlega unnin og skapar hún magnþrungið andrúmsloft. Að vísu verða frasarnir frá karakterunum og Helgast þreytandi til lengdar enda ekki mikil fjölbreytni í gangi. Killzone kemur á óvart og er alveg ágætis skemmtun sem skotleikur þrátt fyrir augljósa galla. Niðurstaða: Fínn FPS skotleikur fyrir Playstation 2. Mikill hasar og skemmtilegt andrúmsloft skilar ágætri skemmtun fyrir áhugamenn um skotleiki. Fjöldaspilun eykur lífdaga leiksins svo um munar. Vélbúnaður Playstation 2 Framleiðandi Guerrilla Games Útgefandi Sony Computer Entertainment Heimasíða: http://www.killzoneps2.com/ Franz Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar, ISA sem eru hreinræktaðar manneskjur og Helgast sem eru afmyndað form af mannkyninu sökum langvarandi veru á óbyggilegum plánetum. Helgast eru gramir í garð ISA og því eiga þessar tvær fylkingar í blóðugu stríði. Umgjörð Spilarinn stýrir ISA hermanninum Templar sem þarf að taka á honum stóra sínum til að eiga möguleika gegn hinum illu Helgast. Þar sem ég spila flesta fyrstu persónu skotleiki (FPS) á PC tölvu tók það mig smá tíma að venjast stýripinnanum en þegar ég var búinn að ná réttum handtökum var Killzone búinn að ná heljartökum á mér. Umhverfi leiksins er sannfærandi þó svo leiðin í gegnum hann er aðeins ein og lítið frelsi til að skoða sig um. Umhverfið býður ekki upp á mikla gagnvirkni en hasarinn bætir það upp. Helgast hermennirnir eru sniðugir andstæðingar sem vinna saman og eru harðir naglar. Þeir hafa mismunandi týpur innan sinna vébanda og haga sér eftir því. Fótgönguliðarnir ráðast beint til atlögu á meðan stórskotaliðið og leyniskytturnar halda sig til baka og veita fótgönguliðinu stuðning. Spilun Það sem kom á óvart var hversu saga leiksins er sterk þrátt fyrir að hún sé ekkert sérlega frumleg. Fléttur í sögunni breyta atburðarrás leiksins og heldur hún athygli spilarans. Þegar líður á leikinn fær Templar liðsauka þriggja karaktera sem spilarinn getur valið að spila í upphafi verkefna. Liðsaukinn kemur frá Luger sem er kvenkyns leynihermaður “Stealth”, Rico sem er svartur þungavopna hermaður og Hakha sem er hálfur maður og hálfur Helgast. Hópurinn vinnur saman en ekki er hægt gefa þeim skipanir og eru þau ónæm fyrir skotum og sprengjum Helgast sem rýrir raunveruleikagildi leiksins. Grafík og hljóð Grafík Killzone er fín á mælikvarða PS2 og hljóðvinnslan er frábærlega unnin og skapar hún magnþrungið andrúmsloft. Að vísu verða frasarnir frá karakterunum og Helgast þreytandi til lengdar enda ekki mikil fjölbreytni í gangi. Killzone kemur á óvart og er alveg ágætis skemmtun sem skotleikur þrátt fyrir augljósa galla. Niðurstaða: Fínn FPS skotleikur fyrir Playstation 2. Mikill hasar og skemmtilegt andrúmsloft skilar ágætri skemmtun fyrir áhugamenn um skotleiki. Fjöldaspilun eykur lífdaga leiksins svo um munar. Vélbúnaður Playstation 2 Framleiðandi Guerrilla Games Útgefandi Sony Computer Entertainment Heimasíða: http://www.killzoneps2.com/
Franz Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira