Forca Italia 7. apríl 2005 00:01 Tvær af fínustu verslunargötum Parísar eru Avenue Montaigne og rue Faubourg Saint Honoré, þótt auðvitað séu fleiri fín hverfi í borginni. Avenue Montaigne liggur út frá Champs Elysée breiðgötunni, þeirri fallegustu í heimi að sögn Frakka, en Faubourg St. Honoré er eins og framlenging af St Honoré götu þar sem hina frægu verslun Chez Colette er að finna. Fyrir nokkrum árum sáust fyrstu ítölsku tískuhúsin á þessu svæði og nú er svo komið að ítalskar búðir eru út um allt. Dolce og Gabbana hófu ítölsku innrásina við endann á Rivoligötu, rétt við Concordetorg með D og G búð þar sem seld var önnur lína tískuhússins sem ekki er eins dýr. Eins og svo mörg tískuhús býður Dolce og Gabbana upp á tvær línur á mismunandi verði. Sama gerir Prada sem býður upp á aðallínu og svo sportlínu sem er ódýrari og er til dæmis að finna hjá Sævari Karli í Bankastræti. Í kjölfarið kom svo aðallínan á Avenue Montaigne og bráðlega opnar ný Dolce og Gabbana búð á Faubourg St. Honoré, beint á móti nýlegri Pradabúð. Á horninu er risastór Guccibúð. Prada hefur reyndar líka verið að opna fjölda standa eða "búða í búð" (shop in shop) sem er það nýjasta í lúxusgeiranum, flottar verslunarmiðstöðvar þar sem hvert merki hefur sér verslun en ekki bara smá horn á opnu svæði. Prada hefur reyndar viljað opna stóra verslun eingöngu með sportlínunni en bágt efnahagsástand í Evrópu hefur líklega komið í veg fyrir það. Rétt neðan við Prada á Faubourg St. Honoré götu er sömuleiðis nýleg verslun, Bottega Veneta. Þetta merki, sem hefur hingað til nær eingöngu boðið upp á vandaðar handgerðar leðurtöskur og skó og peysur úr kasmírull, hefur nú komið sér fyrir hér í borg á nokkrum stöðum og á tískuvikunni í Mílanó í febrúar kynnti Tomas Maier, hönnuður Bottega Veneta, fyrstu heilu tískulínu sína. Enn einn hönnuður, Helmut Lang, er kominn nánast við hlið Chez Colette. Það tískuhús er í eigu Prada Group en Prada hefur á nokkrum árum keypt nokkur tískuhús, svo sem Jil Sander og skófyrirtækið Church. Það eru því ekki bara franskir kastalar sem komast í hendur Japana heldur líka bestu verslunarstæði tískuborgarinnar í hendur Ítala. Hvort sem samhengi er á milli eða ekki þykja Frakkar of lengi að hugsa en Ítalir stökkva frekar á tækifærin. Reyndar hafa tískufrömuðir fyrir löngu krafist þess að Mílanó taki titilinn af Parísarborg sem háborg tískunnar. Franskir tískukóngar vilja auðvitað ekki heyra á það minnst. Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tvær af fínustu verslunargötum Parísar eru Avenue Montaigne og rue Faubourg Saint Honoré, þótt auðvitað séu fleiri fín hverfi í borginni. Avenue Montaigne liggur út frá Champs Elysée breiðgötunni, þeirri fallegustu í heimi að sögn Frakka, en Faubourg St. Honoré er eins og framlenging af St Honoré götu þar sem hina frægu verslun Chez Colette er að finna. Fyrir nokkrum árum sáust fyrstu ítölsku tískuhúsin á þessu svæði og nú er svo komið að ítalskar búðir eru út um allt. Dolce og Gabbana hófu ítölsku innrásina við endann á Rivoligötu, rétt við Concordetorg með D og G búð þar sem seld var önnur lína tískuhússins sem ekki er eins dýr. Eins og svo mörg tískuhús býður Dolce og Gabbana upp á tvær línur á mismunandi verði. Sama gerir Prada sem býður upp á aðallínu og svo sportlínu sem er ódýrari og er til dæmis að finna hjá Sævari Karli í Bankastræti. Í kjölfarið kom svo aðallínan á Avenue Montaigne og bráðlega opnar ný Dolce og Gabbana búð á Faubourg St. Honoré, beint á móti nýlegri Pradabúð. Á horninu er risastór Guccibúð. Prada hefur reyndar líka verið að opna fjölda standa eða "búða í búð" (shop in shop) sem er það nýjasta í lúxusgeiranum, flottar verslunarmiðstöðvar þar sem hvert merki hefur sér verslun en ekki bara smá horn á opnu svæði. Prada hefur reyndar viljað opna stóra verslun eingöngu með sportlínunni en bágt efnahagsástand í Evrópu hefur líklega komið í veg fyrir það. Rétt neðan við Prada á Faubourg St. Honoré götu er sömuleiðis nýleg verslun, Bottega Veneta. Þetta merki, sem hefur hingað til nær eingöngu boðið upp á vandaðar handgerðar leðurtöskur og skó og peysur úr kasmírull, hefur nú komið sér fyrir hér í borg á nokkrum stöðum og á tískuvikunni í Mílanó í febrúar kynnti Tomas Maier, hönnuður Bottega Veneta, fyrstu heilu tískulínu sína. Enn einn hönnuður, Helmut Lang, er kominn nánast við hlið Chez Colette. Það tískuhús er í eigu Prada Group en Prada hefur á nokkrum árum keypt nokkur tískuhús, svo sem Jil Sander og skófyrirtækið Church. Það eru því ekki bara franskir kastalar sem komast í hendur Japana heldur líka bestu verslunarstæði tískuborgarinnar í hendur Ítala. Hvort sem samhengi er á milli eða ekki þykja Frakkar of lengi að hugsa en Ítalir stökkva frekar á tækifærin. Reyndar hafa tískufrömuðir fyrir löngu krafist þess að Mílanó taki titilinn af Parísarborg sem háborg tískunnar. Franskir tískukóngar vilja auðvitað ekki heyra á það minnst.
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira