Fagnaðarveisla eftir messu: Dásamlegur páskabröns 23. mars 2005 00:01 „Það hafa ekki skapast neinar sérstakar hefðir í kringum páskana hjá okkur, ekki síst vegna þess að við vorum yfirleitt alltaf á skíðum. Mér finnst þó við hæfi að borða fisk á föstudaginn langa og lamb á páskadag,“ segir Kristín. „Ég man að ég fékk oft rauðmaga heima hjá foreldrum mínum í gamla daga, en nú er svo mikið úrval af fiskmeti að ég vel bara það sem er mest freistandi í búðinni hverju sinni. Ég notaði einmitt hlýra í fiskisúpu um daginn og það kom sérlega vel út.“ Kristín segir að mataræði þeirra hjóna hafi alltaf verið hollt og gott, enda eru þau bæði þekkt útivistar- og íþróttafólk og hafa alltaf verið meðvituð um það sem þau láta ofan í sig. „Úrvalið er náttúrlega orðið svo miklu meira núna. Þegar við vorum að byrja að búa var ekki um annað að ræða en epli, appelsínur og banana. Við ræktuðum alltaf okkar eigin kartöflur og borðuðum mikið af rófum og gulrótum, en nú er endalaust úrval og mikið af spennandi hráefni. Við erum með fisk þrisvar, fjórum sinnum í viku og ég léttsteiki gjarnan grænmetið því okkur finnst það betra en hrásalat.“ Kristín segist hafa haft það fyrir sið á seinni árum að fara í páskamessu snemma á páskadagsmorgun og finnst alveg kjörið að bjóða heim í „brunch“ eftir messu. Hún gefur okkur uppskriftir að kræsingunum sem hún er með á sínu morgunverðarhlaðborði. „Svo má ekki gleyma að skreyta páskaborðið með birkigreinum, blómum, kertum og fallegum borðum. Það gerir allt svo hátíðlegt og skemmtilegt,“ segir Kristín.Dásamlegur páskabröns Límónuostakaka Með apríkósum og jarðarberjum.Botn:75 g hafrakex100 g múslí með hnetum75 g ósaltað, brætt smjör1 msk. sykur Kex og múslí mulið og blandað. Smjöri og sykri hrært út í. Blandan sett í smurt smelluform, ca 22 cm. Látið bíða í kæli í eina klukkustund.Rjómaostakrem300 g rjómaostur100 g sykur3 eggjarauður2 dl hrein jógúrtrifinn börkur og safi úr tveimur limeávöxtum10 blöð matarlím3 eggjahvítur2 dl rjómi Rjómaostur, sykur og eggjarauður þeytt vel saman. Jógúrt, rifnum berki og safa bætt út í. Matarlímið sett í kalt vatn í um það bil fimm mínútur, síðan brætt. Kælt og þeytt í rjómaostakremið. Eggjahvíturnar þeyttar stífar og bætt út í. Rjóminn þeyttur vel og settur saman við. Rjómaostakremið er sett ofan á botninn og látið bíða í ísskáp í þrjá til fjóra tíma. Kakan tekin úr forminu og skreytt.Skreyting1 box jarðarber og myntublöðAmerískar litlar pönnukökur3 1/2 dl hveiti1dl heilhveiti2 tsk. lyftiduft1 tsk. natrón1 tsk. sykur1 tsk. salt2 egg5 dl súrmjólk4 msk. maísolía Hveiti og heilhveiti blandað saman með natróni, sykri og salti. Egg, súrmjólk og olía þeytt saman og blandað í heilhveitiblönduna. Bakaðar litlar, þykkar pönnukökur. Bornar fram með reyktum laxi og piparrótarrjóma.Piparrótarrjómi2 skalottlaukar2 1/2 dl sýrður rjómi1 msk. ferkst dill2 msk. rifin piparróthálf tsk. salt Laukarnir eru saxaðir smátt og hærðir út í sýrða rjómann ásamt dilli og piparrótinni. Bragðbætt með sítrónusafa.Páskabrauð3 1/2 dl hveiti3 1/2 dl haframjöl, gróft1 dl hveitiklíð1 msk. hrásykur4 tsk. lyftiduft1/2 dl hörfræ1/2 l súrmjólk Öllum þurrefnum blandað saman í skál og hrært með sleif. Súrmjólkin er því næst sett út í. Deigið sett í form og bakað við 200 gráður í 50 mínútur. Skreytt með sólblómafræjum.Páskaeggjaréttur500 g sveppir2 laukar2 msk. söxuð, fersk steinselja1 msk. olía200 g góð skinka6 msk. grana ostur6 egg Sveppirnir eru hreinsaðir og skornir niður ásamt lauknum. Sveppir, laukur og steinselja steikt í olíunni í 2-3 mínútur. Skinkan skorin í bita og blandað í sveppina. Kælt. Eggjahvíturnar þeyttar og öllu blandað saman. Sett í sex smurða ofnfasta diska eða form. Eggjarauðurnar settar í miðjuna og osturinn yfir. Bakað í miðjum ofni í 10 mínútur við 225 gráður á Celcíus.Ávaxtasalat2 mangóávextir5 kíví2 límónurmangó og kíví skræld og skorin í báta. Borið fram með límónum á fallegu fati. Ávaxtasafi, til dæmis pressuð vatnsmelóna, appelsínur eða ananas og pressukaffi frá Kaffi Tári. Það er ekki ónýtt að bjóða upp á svona kræsingar eftir messu á páskadagsmorgun. Dögurður Páskar Salat Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið
„Það hafa ekki skapast neinar sérstakar hefðir í kringum páskana hjá okkur, ekki síst vegna þess að við vorum yfirleitt alltaf á skíðum. Mér finnst þó við hæfi að borða fisk á föstudaginn langa og lamb á páskadag,“ segir Kristín. „Ég man að ég fékk oft rauðmaga heima hjá foreldrum mínum í gamla daga, en nú er svo mikið úrval af fiskmeti að ég vel bara það sem er mest freistandi í búðinni hverju sinni. Ég notaði einmitt hlýra í fiskisúpu um daginn og það kom sérlega vel út.“ Kristín segir að mataræði þeirra hjóna hafi alltaf verið hollt og gott, enda eru þau bæði þekkt útivistar- og íþróttafólk og hafa alltaf verið meðvituð um það sem þau láta ofan í sig. „Úrvalið er náttúrlega orðið svo miklu meira núna. Þegar við vorum að byrja að búa var ekki um annað að ræða en epli, appelsínur og banana. Við ræktuðum alltaf okkar eigin kartöflur og borðuðum mikið af rófum og gulrótum, en nú er endalaust úrval og mikið af spennandi hráefni. Við erum með fisk þrisvar, fjórum sinnum í viku og ég léttsteiki gjarnan grænmetið því okkur finnst það betra en hrásalat.“ Kristín segist hafa haft það fyrir sið á seinni árum að fara í páskamessu snemma á páskadagsmorgun og finnst alveg kjörið að bjóða heim í „brunch“ eftir messu. Hún gefur okkur uppskriftir að kræsingunum sem hún er með á sínu morgunverðarhlaðborði. „Svo má ekki gleyma að skreyta páskaborðið með birkigreinum, blómum, kertum og fallegum borðum. Það gerir allt svo hátíðlegt og skemmtilegt,“ segir Kristín.Dásamlegur páskabröns Límónuostakaka Með apríkósum og jarðarberjum.Botn:75 g hafrakex100 g múslí með hnetum75 g ósaltað, brætt smjör1 msk. sykur Kex og múslí mulið og blandað. Smjöri og sykri hrært út í. Blandan sett í smurt smelluform, ca 22 cm. Látið bíða í kæli í eina klukkustund.Rjómaostakrem300 g rjómaostur100 g sykur3 eggjarauður2 dl hrein jógúrtrifinn börkur og safi úr tveimur limeávöxtum10 blöð matarlím3 eggjahvítur2 dl rjómi Rjómaostur, sykur og eggjarauður þeytt vel saman. Jógúrt, rifnum berki og safa bætt út í. Matarlímið sett í kalt vatn í um það bil fimm mínútur, síðan brætt. Kælt og þeytt í rjómaostakremið. Eggjahvíturnar þeyttar stífar og bætt út í. Rjóminn þeyttur vel og settur saman við. Rjómaostakremið er sett ofan á botninn og látið bíða í ísskáp í þrjá til fjóra tíma. Kakan tekin úr forminu og skreytt.Skreyting1 box jarðarber og myntublöðAmerískar litlar pönnukökur3 1/2 dl hveiti1dl heilhveiti2 tsk. lyftiduft1 tsk. natrón1 tsk. sykur1 tsk. salt2 egg5 dl súrmjólk4 msk. maísolía Hveiti og heilhveiti blandað saman með natróni, sykri og salti. Egg, súrmjólk og olía þeytt saman og blandað í heilhveitiblönduna. Bakaðar litlar, þykkar pönnukökur. Bornar fram með reyktum laxi og piparrótarrjóma.Piparrótarrjómi2 skalottlaukar2 1/2 dl sýrður rjómi1 msk. ferkst dill2 msk. rifin piparróthálf tsk. salt Laukarnir eru saxaðir smátt og hærðir út í sýrða rjómann ásamt dilli og piparrótinni. Bragðbætt með sítrónusafa.Páskabrauð3 1/2 dl hveiti3 1/2 dl haframjöl, gróft1 dl hveitiklíð1 msk. hrásykur4 tsk. lyftiduft1/2 dl hörfræ1/2 l súrmjólk Öllum þurrefnum blandað saman í skál og hrært með sleif. Súrmjólkin er því næst sett út í. Deigið sett í form og bakað við 200 gráður í 50 mínútur. Skreytt með sólblómafræjum.Páskaeggjaréttur500 g sveppir2 laukar2 msk. söxuð, fersk steinselja1 msk. olía200 g góð skinka6 msk. grana ostur6 egg Sveppirnir eru hreinsaðir og skornir niður ásamt lauknum. Sveppir, laukur og steinselja steikt í olíunni í 2-3 mínútur. Skinkan skorin í bita og blandað í sveppina. Kælt. Eggjahvíturnar þeyttar og öllu blandað saman. Sett í sex smurða ofnfasta diska eða form. Eggjarauðurnar settar í miðjuna og osturinn yfir. Bakað í miðjum ofni í 10 mínútur við 225 gráður á Celcíus.Ávaxtasalat2 mangóávextir5 kíví2 límónurmangó og kíví skræld og skorin í báta. Borið fram með límónum á fallegu fati. Ávaxtasafi, til dæmis pressuð vatnsmelóna, appelsínur eða ananas og pressukaffi frá Kaffi Tári. Það er ekki ónýtt að bjóða upp á svona kræsingar eftir messu á páskadagsmorgun.
Dögurður Páskar Salat Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið