Hnykkir hross uppi á kassa 19. febrúar 2005 00:01 Hvernig fer létt manneskja að því að hnykkja hross sem er margfalt sterkara en hún? Það vefst ekki fyrir dýralækninum og hnykkjaranum Susanne Brown sem stendur uppi á kassa við verkið. Hér á landi hefur nú tekið til reglulegra starfa í fyrsta sinn hestahnykkjari. Slík meðferð gagnast helst hrossum sem hafa lent í slagsmálum eða slysum eða stríða við eymsli og vöðvabólgu. Fyrst horfir Susanne á hrossið hreyfa sig til að átta sig á vandamálinu og tekur svo til óspilltra málanna og stendur uppi á kassa til að auðvelda sér verkið. Vöðvar hrossa eru mjög stóri svo hvernig skyldi þetta vera mögulegt þegar aflsmunurinn er svo mikill? Susanne segir þetta sé ekki spurning um kraft heldur tækni og tilfinningu. Hún fari frá hausnum og vinni sig aftur að tagli og taki á öllum liðum. Hún lækni hestana með léttum hnykk. Og það sést greinilega að hrossin láta sér þetta vel líka. Susanne hefur aldrei þurft að gefa hrossi róandi lyf fyrir meðferð. Hún segir að hrossin finni ekkert til heldur slappi af og róist og verði syfjuð. Hún nefnir dæmi af meri sem hún hafi hnykkt. Hún hafi hreinlega lokað augunum. Tilveran Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hvernig fer létt manneskja að því að hnykkja hross sem er margfalt sterkara en hún? Það vefst ekki fyrir dýralækninum og hnykkjaranum Susanne Brown sem stendur uppi á kassa við verkið. Hér á landi hefur nú tekið til reglulegra starfa í fyrsta sinn hestahnykkjari. Slík meðferð gagnast helst hrossum sem hafa lent í slagsmálum eða slysum eða stríða við eymsli og vöðvabólgu. Fyrst horfir Susanne á hrossið hreyfa sig til að átta sig á vandamálinu og tekur svo til óspilltra málanna og stendur uppi á kassa til að auðvelda sér verkið. Vöðvar hrossa eru mjög stóri svo hvernig skyldi þetta vera mögulegt þegar aflsmunurinn er svo mikill? Susanne segir þetta sé ekki spurning um kraft heldur tækni og tilfinningu. Hún fari frá hausnum og vinni sig aftur að tagli og taki á öllum liðum. Hún lækni hestana með léttum hnykk. Og það sést greinilega að hrossin láta sér þetta vel líka. Susanne hefur aldrei þurft að gefa hrossi róandi lyf fyrir meðferð. Hún segir að hrossin finni ekkert til heldur slappi af og róist og verði syfjuð. Hún nefnir dæmi af meri sem hún hafi hnykkt. Hún hafi hreinlega lokað augunum.
Tilveran Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira