Fitnessdrottning opnar fataskápinn 12. janúar 2005 00:01 "Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Heilsa Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Heilsa Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira