Hlýja mér í hjartanu 5. janúar 2005 00:01 "Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira