Lífgar upp Laugaveginn 16. desember 2004 00:01 "Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært." Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Þetta er dönsk keðja og við erum sjötta verslunin sem opnar í heiminum. Við sáum þessa verslun í Danmörku og kolféllum fyrir henni. Við ákváðum að opna hana hér því okkur fannst vanta svona verslun og svo er verðið mjög sanngjarnt," segir Kamilla Sveinsdóttir en hún rekur verslunina ásamt stöllu sinni, Þórdísi Lárusdóttur. Verslunin er einstaklega falleg á að líta og er öll hönnun og innréttingar mjög stílhreinar. "Við seljum í raun allt nema föt. Við erum með aukahluti eins og skó, veski, skartgripi og belti. Við seljum líka vörur sem eru í stíl þannig að konur geta keypt sér belti, skó og tösku, allt í stíl á sama staðnum. Síðan er verðið svo gott að það er ódýrt að skipta út aukahlutunum og kaupa sér nýja," segir Kamilla en þær Þórdís eru vanar verslunar- og afgreiðslustörfum. "Þórdís er flugfreyja og ég á heildsölu með manninum mínum þannig að við erum þaulvanar og fylgjumst vel með straumum og stefnum í tísku. Það koma sex línur á ári í verslunina þannig að það er alltaf eitthvað nýtt á boðstólum." Þórdís og Kamilla eru að vonum glaðar með verslunina enda hafa þær fengið feykigóðar viðtökur. "Fólk talar mikið um hve verðið sé gott og hvernig verslunin lífgi upp á Laugaveginn. Við höfum vægast sagt fengið æðislegar móttökur og það er frábært."
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira