Nýr kjóll á hverjum jólum 15. desember 2004 00:01 "Ég er algjör kjólafrík, ég held að það sé minn helsti veikleiki," segir Elín María Björnsdóttir sjónvarpskona. "Ég lét náttúrulega ekki duga að kaupa mér einn jólakjól heldur keypti mér tvo. Ég er algjört Oasis fan og vinkonur mínar kalla hana meira að segja búðina hennar Ellu." Annar kjóllinn sem Elín keypti sér fyrir jólin er svartur og einfaldur en hinn er rauður og skrautlegur. "Ég er náttúrulega húsmóðir svo ég er praktísk og keypti mér silfurlitaða skó og tösku sem gengur við báða kjólana." Elín María hefur það fyrir reglu að kaupa sér kjól fyrir jólin og stelpurnar hennar tvær fá líka alltaf nýjan kjól. "Ég held að ég hafi klæðst kjól á jólunum síðustu átta til níu árin, þetta er eitthvað í mér," segir Elín sem er á fullu í jólaundirbúningunum. "Þetta gengur bara mjög vel. Við erum búnar að baka piparkökur og sörur, skreyta húsið að utan og um helgina stefnum við fjölskyldan að fara og höggva jólatréið saman." Lestu viðtöl við fleiri glæsilegar konur sem kaupa sér alltaf jólakjóla í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Ég er algjör kjólafrík, ég held að það sé minn helsti veikleiki," segir Elín María Björnsdóttir sjónvarpskona. "Ég lét náttúrulega ekki duga að kaupa mér einn jólakjól heldur keypti mér tvo. Ég er algjört Oasis fan og vinkonur mínar kalla hana meira að segja búðina hennar Ellu." Annar kjóllinn sem Elín keypti sér fyrir jólin er svartur og einfaldur en hinn er rauður og skrautlegur. "Ég er náttúrulega húsmóðir svo ég er praktísk og keypti mér silfurlitaða skó og tösku sem gengur við báða kjólana." Elín María hefur það fyrir reglu að kaupa sér kjól fyrir jólin og stelpurnar hennar tvær fá líka alltaf nýjan kjól. "Ég held að ég hafi klæðst kjól á jólunum síðustu átta til níu árin, þetta er eitthvað í mér," segir Elín sem er á fullu í jólaundirbúningunum. "Þetta gengur bara mjög vel. Við erum búnar að baka piparkökur og sörur, skreyta húsið að utan og um helgina stefnum við fjölskyldan að fara og höggva jólatréið saman." Lestu viðtöl við fleiri glæsilegar konur sem kaupa sér alltaf jólakjóla í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira