Hangiket prestsins komið í hús 8. desember 2004 00:01 Sigurður Arnarson, prestur í London, var hress og kátur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans á aðventu þó að í mörg horn væri að líta. Íslendingar búsettir í útlöndum halda nefnilega fast í íslensku jólin sín og vilja íslenskar jólamessur og engar refjar. "Við byrjuðum með aðventumessu í Edinborg fyrir Íslendinga í Skotlandi 28. nóvember og vorum svo með messu hér í London í sænsku kirkjunni um helgina. Þar var fullveldis Íslands minnst og Karlakór Reykjavíkur söng og að lokinni dagskrá í kirkjunni var slegið upp íslensku jólaballi í safnaðarsal kirkjunnar með þátttöku alvöru sveinka frá Íslandi," segir Sigurður. "Hinn 12. desember verður svo guðsþjónusta í St. Nikolaj, dönsku og færeysku sjómannakirkjunni í Hull, og 19. desember verð ég með messu fyrir Íslendinga í Lúxemborg," segir hann, en ferðalög milli landa eru hluti af starfi prestsins í London þar sem "sóknin" hans nær yfir allt Bretland svo og Brussel og Lúxemborg. Sigurður segir jólahald Breta með öðru sniði en Íslendinga, enda átta milljónir manna í London og 60 milljónir í Bretlandi öllu. "Hér er auðvitað fólk hvaðanæva að úr heiminum og margir sem ekki halda jólin hátíðleg. En innan bresku kirkjunnar er hefðbundið jólahald og mikið um tónleika og skemmtilegar uppákomur tengdar jólum. Jólin eru hins vegar miklu meiri partíhátíð hér en heima, og fólk safnast saman á pöbbunum á aðfangadagskvöld í miklu stuði," segir Sigurður hlæjandi "Við Íslendingarnir tökum þetta hins vegar hátíðlega og höldum fast í hefðirnar. Á mínu heimili er hangikjötið komið í hús, maltið, appelsínið og Nóakonfektið, og þá fer maður nú að verða tilbúinn," segir hann og rifjar upp þegar jólasveinninn mætti á jólaballi Íslendinga í London um árið með nammi frá Cadbury's en ekki Nóa. "Það urðu sár vonbrigði, svo ekki sé meira sagt," segir hann og hlær. Íslendingum á ferð um London í desember er bent á vefinn kirkjan.is/london en þar er að finna dagskrá yfir íslenskar jólaguðsþjónustur í London. Jól Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin
Sigurður Arnarson, prestur í London, var hress og kátur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans á aðventu þó að í mörg horn væri að líta. Íslendingar búsettir í útlöndum halda nefnilega fast í íslensku jólin sín og vilja íslenskar jólamessur og engar refjar. "Við byrjuðum með aðventumessu í Edinborg fyrir Íslendinga í Skotlandi 28. nóvember og vorum svo með messu hér í London í sænsku kirkjunni um helgina. Þar var fullveldis Íslands minnst og Karlakór Reykjavíkur söng og að lokinni dagskrá í kirkjunni var slegið upp íslensku jólaballi í safnaðarsal kirkjunnar með þátttöku alvöru sveinka frá Íslandi," segir Sigurður. "Hinn 12. desember verður svo guðsþjónusta í St. Nikolaj, dönsku og færeysku sjómannakirkjunni í Hull, og 19. desember verð ég með messu fyrir Íslendinga í Lúxemborg," segir hann, en ferðalög milli landa eru hluti af starfi prestsins í London þar sem "sóknin" hans nær yfir allt Bretland svo og Brussel og Lúxemborg. Sigurður segir jólahald Breta með öðru sniði en Íslendinga, enda átta milljónir manna í London og 60 milljónir í Bretlandi öllu. "Hér er auðvitað fólk hvaðanæva að úr heiminum og margir sem ekki halda jólin hátíðleg. En innan bresku kirkjunnar er hefðbundið jólahald og mikið um tónleika og skemmtilegar uppákomur tengdar jólum. Jólin eru hins vegar miklu meiri partíhátíð hér en heima, og fólk safnast saman á pöbbunum á aðfangadagskvöld í miklu stuði," segir Sigurður hlæjandi "Við Íslendingarnir tökum þetta hins vegar hátíðlega og höldum fast í hefðirnar. Á mínu heimili er hangikjötið komið í hús, maltið, appelsínið og Nóakonfektið, og þá fer maður nú að verða tilbúinn," segir hann og rifjar upp þegar jólasveinninn mætti á jólaballi Íslendinga í London um árið með nammi frá Cadbury's en ekki Nóa. "Það urðu sár vonbrigði, svo ekki sé meira sagt," segir hann og hlær. Íslendingum á ferð um London í desember er bent á vefinn kirkjan.is/london en þar er að finna dagskrá yfir íslenskar jólaguðsþjónustur í London.
Jól Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Jól Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin