Myntusteinseljusúpa og maríneruð og rúlluð lúða 6. desember 2004 00:01 Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta. Hann er ritstjóri Textbook of Functional Medicin og skrifar vikulega pistla í hið danska blað Politiken. Því kippir hann sér að sjálfsögðu ekkert upp við þótt útsendarar Fréttablaðsins forvitnist um hvað í pottunum hans er. Umahro og Þorbjörg halda námskeið víða um heim og nú í jólamánuðinum eru þrjú slík á döfinni í húsakynnum fyrirtækisins Maður lifandi í Borgartúni. Þau heita Sætt og sykurlaust, Glútenlaus og mjólkurlaus jólamatur og Hollur, hagnýtur og ljúffengur jólamatur. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru í anda síðastnefnda námskeiðsins og eru ætlaðar fyrir fjóra.Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu200 g steinselja, hökkuð gróflega 20 fersk myntublöð 1 l vatn 2 hvítlauksrif, grófhökkuð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1,5 dl extra virgin ólífuolía 3 stór rauðsprettuflök, skorin langsum í þunna strimla safi úr einni sítrónu Vatnið er soðið og potturinn tekinn af eldinum. Allt sett í sjóðandi vatnið og annaðhvort þeytt með töfrasprota eða súpan sett í blandara.Marineruð og rúlluð lúðaHægt er að nota aðrar fisktegundir eins og t.d. þorsk og steinbít. Rúllurnar eru frábærar kaldar daginn eftir. 2 stór lúðuflök (ca. 700 g), skipt þvert í tvö stykki safi og fínt rifinn börkur af 2 lífrænum sítrónum 2 hvítlauksrif skorin í pappírsþunnar sneiðar 10 g fersk engiferrót, skorin í mjög fína teninga 20 fersk myntublöð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. vanilluduft (ekki vanillusykur!) eða 1 vanillustöng, fínthökkuð 1 tsk. tumeric sjávarsalt nýmalaður svartur pipar Komið öllu fyrir í skál og látið lúðustykkin liggja í minnst þrjár klukkustundir, gjarnan einn sólarhring eða tvo. Takið þau upp úr maríneringunni og rúllið saman með sporðendann innst. Raðið með skurðhliðinni neðst á eldfast fat og komið fyrir hvítlauk og myntu í miðjuna. Hellið afgangnum af maríneringunni í fatið. Bakið rúllurnar í 15 – 20 mín við 180°C heitum ofni. Berið strax fram og hellið vætunni frá fatinu yfir fiskinn.Heitt jólasalat1 stór sæt kartafla 2-3 stórar gulrætur, skornar í mjög litla, fína teninga 1 fenníka, skorin í pappírsþunnar sneiðar 200 g fersk bláber (hægt að nota jarðaber eða brómber) 2 hvítlauksrif sjávarsalt Nýpressaður safi úr tveimur appelsínum 1 msk. extra virgin ólífuolíla 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik nýmalaður svartur pipar Skrúbbið sætu kartöfluna og flysjið hana. Notið flysjara og flysjið þar til ekkert er eftir af kartöflunni. Setjið kartöfluflysjurnar, gulrótarteningana, fenníkustrimlana, og bláber í stóra skál. Hvítlaukurinn er maukaður í morteli ásamt salti. Blandið þessu í salatið. Blandið nú appelsínusafa, ólífuolíu, fisksósu, túrmerik og pipar í og snúið öllu vel saman. Setjið salatið í eldfast fat og bakið í 15 til 20 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til sætu kartöflurnar verða aðeins brúnar í kantinn.Salatinu er komið fyrir aftur í skálina og borið fram undireins. Fer afar vel með lúðurúllunum.Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs600 g frosin hindber 4 epli skorin í teninga 100 g möndlur 2 tsk. kanelduft 1 tsk. vanilluduft eða 1 stöng fínhökkuð vanilla 1 mjög lítill hnífsoddur salt 4 msk. xylitol Setjið hindber, epli, möndlur, kanel, vanilluduft og afar lítið salt í pott og látið krauma yfir lágum hita í 45-60 mínútur þar til hindberin eru í upplausn og eplin í mauki. Grauturinn er kældur og bragðbættur með xylitol. Berið hann fram með rjóma eða sojarjóma. Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu Marineruð og rúlluð lúða Heitt jólasalat Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs Rauðspretta Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið
Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta. Hann er ritstjóri Textbook of Functional Medicin og skrifar vikulega pistla í hið danska blað Politiken. Því kippir hann sér að sjálfsögðu ekkert upp við þótt útsendarar Fréttablaðsins forvitnist um hvað í pottunum hans er. Umahro og Þorbjörg halda námskeið víða um heim og nú í jólamánuðinum eru þrjú slík á döfinni í húsakynnum fyrirtækisins Maður lifandi í Borgartúni. Þau heita Sætt og sykurlaust, Glútenlaus og mjólkurlaus jólamatur og Hollur, hagnýtur og ljúffengur jólamatur. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru í anda síðastnefnda námskeiðsins og eru ætlaðar fyrir fjóra.Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu200 g steinselja, hökkuð gróflega 20 fersk myntublöð 1 l vatn 2 hvítlauksrif, grófhökkuð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1,5 dl extra virgin ólífuolía 3 stór rauðsprettuflök, skorin langsum í þunna strimla safi úr einni sítrónu Vatnið er soðið og potturinn tekinn af eldinum. Allt sett í sjóðandi vatnið og annaðhvort þeytt með töfrasprota eða súpan sett í blandara.Marineruð og rúlluð lúðaHægt er að nota aðrar fisktegundir eins og t.d. þorsk og steinbít. Rúllurnar eru frábærar kaldar daginn eftir. 2 stór lúðuflök (ca. 700 g), skipt þvert í tvö stykki safi og fínt rifinn börkur af 2 lífrænum sítrónum 2 hvítlauksrif skorin í pappírsþunnar sneiðar 10 g fersk engiferrót, skorin í mjög fína teninga 20 fersk myntublöð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. vanilluduft (ekki vanillusykur!) eða 1 vanillustöng, fínthökkuð 1 tsk. tumeric sjávarsalt nýmalaður svartur pipar Komið öllu fyrir í skál og látið lúðustykkin liggja í minnst þrjár klukkustundir, gjarnan einn sólarhring eða tvo. Takið þau upp úr maríneringunni og rúllið saman með sporðendann innst. Raðið með skurðhliðinni neðst á eldfast fat og komið fyrir hvítlauk og myntu í miðjuna. Hellið afgangnum af maríneringunni í fatið. Bakið rúllurnar í 15 – 20 mín við 180°C heitum ofni. Berið strax fram og hellið vætunni frá fatinu yfir fiskinn.Heitt jólasalat1 stór sæt kartafla 2-3 stórar gulrætur, skornar í mjög litla, fína teninga 1 fenníka, skorin í pappírsþunnar sneiðar 200 g fersk bláber (hægt að nota jarðaber eða brómber) 2 hvítlauksrif sjávarsalt Nýpressaður safi úr tveimur appelsínum 1 msk. extra virgin ólífuolíla 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik nýmalaður svartur pipar Skrúbbið sætu kartöfluna og flysjið hana. Notið flysjara og flysjið þar til ekkert er eftir af kartöflunni. Setjið kartöfluflysjurnar, gulrótarteningana, fenníkustrimlana, og bláber í stóra skál. Hvítlaukurinn er maukaður í morteli ásamt salti. Blandið þessu í salatið. Blandið nú appelsínusafa, ólífuolíu, fisksósu, túrmerik og pipar í og snúið öllu vel saman. Setjið salatið í eldfast fat og bakið í 15 til 20 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til sætu kartöflurnar verða aðeins brúnar í kantinn.Salatinu er komið fyrir aftur í skálina og borið fram undireins. Fer afar vel með lúðurúllunum.Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs600 g frosin hindber 4 epli skorin í teninga 100 g möndlur 2 tsk. kanelduft 1 tsk. vanilluduft eða 1 stöng fínhökkuð vanilla 1 mjög lítill hnífsoddur salt 4 msk. xylitol Setjið hindber, epli, möndlur, kanel, vanilluduft og afar lítið salt í pott og látið krauma yfir lágum hita í 45-60 mínútur þar til hindberin eru í upplausn og eplin í mauki. Grauturinn er kældur og bragðbættur með xylitol. Berið hann fram með rjóma eða sojarjóma. Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu Marineruð og rúlluð lúða Heitt jólasalat Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs
Rauðspretta Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið