Ný íslensk gullsmíði 11. nóvember 2004 00:01 Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira