Verður ekki hrakinn úr flokknum 6. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins. Heitt var í kolunum á kjördæmisþingi í norðvesturkjördæmi í dag. Alls standa tæplega níuhundruð manns að þeim félögum sem hafa ályktað um stöðu Kristins H. Gunnarssonar innan þingflokksins. Tvöþúsund eru félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu öllu. Eitthundrað og sjötíu fulltrúar voru á þinginu en sérstakur gestur var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson gerði nýlega skýrslu um lýðræði og trú manna á stjórnmálamönnum að umtalsefni á þinginu síðdegis. Hann reifaði þar mál sem hann taldi síst líkleg til að auka mönnum traust á stjórnmálamönnum, svo sem fjölmiðlamálið og skipan Hæstaréttardómara, og gerði framgöngu fyrrverandu forsætisráðherra að umtalsefni. Kristinn sagði stjórnmál ekki vera eins og Morfís-mælskukeppni þar sem mönnum væri úthlutaður málstaður. Stjórnmál væru sannfæring, að standa á henni og fara að lýðræðislegum leikreglum. „Og ef við gerum það þá held ég að við uppskerum aukna virðingu samborgara okkar, við sem erum á stjórnmálasviðinu,“ sagði Kristinn. Þingmaðurinn sagðist sáttfús maður og að hann væri tilbúinn að ræða við menn um málefni og sjálfan sig. „En ég verð ekki barinn til bókarinnar, ég verð ekki hrakinn úr flokknum, vegna þess að þau sjónarmið sem ég stend og tala fyrir eiga mikinn hljómgrunn meðal kjósenda flokksins. Þess vegna á ég samleið með flokknum,“ sagði Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira