Föndurstofan með námskeið 3. nóvember 2004 00:01 Þegar kvöldin lengjast kviknar áhuginn á ýmisskonar föndri. Því hefur Geirþrúður Þorbjörnsdóttir í Föndurstofunni Hátúni 6 komið á fót námskeiðum þar sem hún kennir gerð ýmisskonar muna, mynda og korta. Geisladiskamyndir eru heitasta nýjungin og það sem einna mestra vinsælda nýtur nú. Þá eru mynstur sem Geirþrúður hefur gatað á diskana saumað út og síðan er möguleiki að skreyta þá enn frekar, til dæmis með þrívíddarmyndum. Aðrar námsgreinar hjá henni eru þrívíddarmyndir og kort og þar er úr 400 mynstrum að velja. Auk þess er kenndur perlusaumur, annars vegar eins og sá sem notaður er í þjóðbúninga Grænlendinga og einnig er saumað úr japönskum smáperlum utanum kúlur svo úr verður himneskt skraut. Efnið sem notað er við þessa iðju er allt til á staðnum enda er Geirþrúður líka með föndurefnissölu á netinu og afgreiðir pantanir um allt land. Geirþrúður ólst upp á Seyðisfirði og kveðst hafa haft áhuga á handavinnu frá því hún man eftir sér. Hún bjó um árabil í Bandaríkjunum og kynntist þar mörgu af því sem nú þykir eftirsóknarverðast í hannyrðum og föndri. Ákvað að gefa öðrum hlutdeild í því og hefur rekið Föndurstofuna í rúmt ár. Námskeiðin eru á kvöldin og upplýsingar um þau eru veitt á vefnum www.föndurstofan.net og í síma 690 6745. Nám Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þegar kvöldin lengjast kviknar áhuginn á ýmisskonar föndri. Því hefur Geirþrúður Þorbjörnsdóttir í Föndurstofunni Hátúni 6 komið á fót námskeiðum þar sem hún kennir gerð ýmisskonar muna, mynda og korta. Geisladiskamyndir eru heitasta nýjungin og það sem einna mestra vinsælda nýtur nú. Þá eru mynstur sem Geirþrúður hefur gatað á diskana saumað út og síðan er möguleiki að skreyta þá enn frekar, til dæmis með þrívíddarmyndum. Aðrar námsgreinar hjá henni eru þrívíddarmyndir og kort og þar er úr 400 mynstrum að velja. Auk þess er kenndur perlusaumur, annars vegar eins og sá sem notaður er í þjóðbúninga Grænlendinga og einnig er saumað úr japönskum smáperlum utanum kúlur svo úr verður himneskt skraut. Efnið sem notað er við þessa iðju er allt til á staðnum enda er Geirþrúður líka með föndurefnissölu á netinu og afgreiðir pantanir um allt land. Geirþrúður ólst upp á Seyðisfirði og kveðst hafa haft áhuga á handavinnu frá því hún man eftir sér. Hún bjó um árabil í Bandaríkjunum og kynntist þar mörgu af því sem nú þykir eftirsóknarverðast í hannyrðum og föndri. Ákvað að gefa öðrum hlutdeild í því og hefur rekið Föndurstofuna í rúmt ár. Námskeiðin eru á kvöldin og upplýsingar um þau eru veitt á vefnum www.föndurstofan.net og í síma 690 6745.
Nám Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira