Rósaleppaprjón í nýju ljósi 13. ágúst 2004 00:01 Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir. Atvinna Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir.
Atvinna Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira