Indí-krakkar á barnum 15. júlí 2004 00:01 Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þetta var víst besta sveitin sem ég missti af á Hróarskelduhátíðinni í ár, samkvæmt því fólki sem ég tek eitthvað mark á þegar kemur að tónlist. Þetta er systkinasveit frá Bandaríkjunum sem eru alin upp innan um bunka af hljóðfærum. Þau kunna því að leika sér og tónlist þeirra ber merki þess. Hér er allt frekar frjálslegt og lifandi. Þetta er tónlist sem hefði þess vegna getað verið gerð fyrir þrjátíu árum síðan. Það væri meira að segja hægt að ljúga því að mér að þetta væri hljóðritað á gamla segulbandið. Þetta er þó mjög ólíkt ruslrokkbylgjunni sem skaust út úr New York fyrir um þremur árum síðan. Það er stutt í húmorinn, og þessi tónlist getur virkað svolítið kjánaleg á köflum. Hljómar stundum eins og ef Belle and Sebastian hefðu farið á fyllerí á írskum pöbb og stofnað hljómsveit á staðnum með bargestum. Þar í hópnum væri einn fullur blúsgítarleikari og glás of indie-krökkum. Textarnir eru skemmtilegir. Einn þeirra, Tropical Ice-Land, vakti athygli mína af augljósum ástæðum. Annað systkinanna hlýtur hreinlega að hafa eytt einhverjum tíma hér, því lýsingarnar á vetrardögunum eru of nákvæmar til þess að vera uppspuni. Talað um hlé í bíó, sviðahausa í kjörbúðunum, ást á rjómaís og þann ljóma sem íslensk ungmenni sjá í heimsókn til Christianiu á sumrin. Þetta þekkja bara heimamenn! Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hróarskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lekur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af. The Fiery Furnaces: Gallowsbirds BarkBirgir Örn Steinarsson
Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira