Siglt undir fölsku flaggi 13. október 2005 14:24 Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Það er ekkert annað en hrein bókmenntasögufölsun að kenna þetta nýjasta Jackie Chan grín við sígilda og samnefnda sögu Jules Verne og hreint út sagt galið að telja þennan löngu látna franska vísindaskáldskaparhöfund upp sem einn handritshöfunda. Þessi mynd á nánast ekkert sameiginlegt með sögu hans annað en yfirskriftina og nöfn helstu persóna. Jú, það má svo vissulega verja það að grunnhugmyndin er tekin frá Verne en hér er sagt frá manni sem veðjar um að hann geti lokið hnattferð á 80 dögum. Afgangurinn er út í hött. Ferðalangurinn vaski Phileas Fogg er orðinn að kengrugluðum uppfinningamanni og sérvitringi sem engum dettur í hug að taka alvarlega og hægri hönd hans og helsta hjálparhella, Passepartout, er orðinn að Kínverja. Það má svo líta fram hjá því þar sem þetta er Jackie Chan mynd og hann er óneitanlega Kínverji. Þessi frávik eru líka alls ekki banabiti myndarinnar og eru í raun aukaatriði. Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með samhengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu. Nú er Jackie Chan oftast nær býsna skemmtilegur og aldrei betri en þegar hann hefur frábæra grínleikara til að styðja við bakið á sér (Shanghai Noon, Rush Hour). Þessi formúla klikkar algerlega að þessu sinni þar sem hinn kostulegi Steve Coogan (24 Hour Party People) leikur Fogg. Þeir félagar ná bara engri tengingu og samband þeirra er steingelt og húmorslaust. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman eru kunnugleg andlit og góðkunningjar Chans sem dúkka upp í fríkuðum smáhlutverkum. Owen Wilson ber auðvitað af þar og þá er óneitanlega fróðlegt að sjá Arnold Schwarzenegger í pilsi með mjög svo vafasama hárgreiðslu. Leikstjóri: Frank Coraci Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Það er ekkert annað en hrein bókmenntasögufölsun að kenna þetta nýjasta Jackie Chan grín við sígilda og samnefnda sögu Jules Verne og hreint út sagt galið að telja þennan löngu látna franska vísindaskáldskaparhöfund upp sem einn handritshöfunda. Þessi mynd á nánast ekkert sameiginlegt með sögu hans annað en yfirskriftina og nöfn helstu persóna. Jú, það má svo vissulega verja það að grunnhugmyndin er tekin frá Verne en hér er sagt frá manni sem veðjar um að hann geti lokið hnattferð á 80 dögum. Afgangurinn er út í hött. Ferðalangurinn vaski Phileas Fogg er orðinn að kengrugluðum uppfinningamanni og sérvitringi sem engum dettur í hug að taka alvarlega og hægri hönd hans og helsta hjálparhella, Passepartout, er orðinn að Kínverja. Það má svo líta fram hjá því þar sem þetta er Jackie Chan mynd og hann er óneitanlega Kínverji. Þessi frávik eru líka alls ekki banabiti myndarinnar og eru í raun aukaatriði. Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með samhengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu. Nú er Jackie Chan oftast nær býsna skemmtilegur og aldrei betri en þegar hann hefur frábæra grínleikara til að styðja við bakið á sér (Shanghai Noon, Rush Hour). Þessi formúla klikkar algerlega að þessu sinni þar sem hinn kostulegi Steve Coogan (24 Hour Party People) leikur Fogg. Þeir félagar ná bara engri tengingu og samband þeirra er steingelt og húmorslaust. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman eru kunnugleg andlit og góðkunningjar Chans sem dúkka upp í fríkuðum smáhlutverkum. Owen Wilson ber auðvitað af þar og þá er óneitanlega fróðlegt að sjá Arnold Schwarzenegger í pilsi með mjög svo vafasama hárgreiðslu. Leikstjóri: Frank Coraci
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira