Borgaralega rokkaðir hippar 12. júlí 2004 00:01 Þrátt fyrir að ég hafi farið á Hárið, full fyrirheita um að dæma sýninguna á eigin verðleikum er voðalega erfitt að fara ekki út í samanburð á uppfærslu Baltasar frá því fyrir tíu árum. Í minningunni var sú sýning stórkostlega vel heppnuð og því erfitt að standast þann samanburð, nokkuð sem þessi sýning gerir alls ekki. Þessi uppsetning á sínar björtu hliðar, sérstaklega eftir hlé þegar sýningin fer fyrst á flug. Fyrir hlé var alltof mikil ringulreið á sviðinu til þess að ég vissi almennilega hvað var að ske. Sýningin fyrir hlé samanstóð af einu söngatriði eftir öðru. Lítið var um spjall og átti tónlistin því að njóta sín. Alltof oft kom það fyrir að undirleikurinn og rokkútsetningin yfirgnæfði sönginn. Eftir hlé var þetta mun betra. Hver sena fékk að njóta sín betur og með auknum samskiptum í tali á milli persónanna komst betra flæði á sýninguna. Aðalleikararnir tveir, Björn Thors sem Berger og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem Claude bera af. Sérstaklega þó sá síðarnefndi. Það sem virðist oft standa söngleikjum á Íslandi fyrir þrifum er hversu erfitt það virðist vera að finna söngvara sem geta leikið, eða leikara sem geta sungið. Jóhannes bæði söng og lék með tilþrifum. Líklega bar ég mestu væntingar til Hilmis Snæs, þar sem hann stóð sig frábærlega sem Berger hér í den og vegna þess að hann hefur mestu leikreynsluna. Hlutverkið sem hann hefur er bara hvorki fugl né fiskur. Guðjón Davíð stóð sig ágætlega sem Voffi. Selma Björns leikur Sheilu, ástkonu Bergers. Af hverju þau áttu að vera par skildi ég ekki en Selma syngur vel, með og án aðstoðar. Persóna Unnar Aspar, Dionne, var allt í lagi, þrátt fyrir að latínóeldurinn hefði mátt njóta sín betur. Ilmur Kristjáns, sem hin einfalda Jeanie var á tímum gerð einum of einföld sál. Það sem kemur frá leikstjóranum við þessa uppsetningu var tenging við áhorfendur, sem gekk vel í fyrstu bekkina og rokk-elementið. Það kom krafti á tónlistina, stundum á kostnað söngsins en kom líka sýningunni í svolítið ójafnvægi. Búningarnir voru á milli þess að vera hippalegir og rokkaðir með skringilegri útkomu. Og hvað er þetta með að þröngva klassískum danshreyfingum í alla söngleiki í dag? Sem var þriðja víddin sem á illa við. Ef sýningin átti að gerast í New York 1968 og fyrst þau vildu ekki staðfæra eða breyta í nútímaádeilu gegn stríði, þá er sýningin svolítið bundin því að halda sig við hippastemninguna. Í sýningunni ásakar Berger Claude um að skilja ekki um hvað málið snerist. Í þessari sýningu virðist aðalmálið á hippatímanum vera neysla fíkniefna, mikið af kynlífi og rómantísk krafa um frið. Með borgaralegri rokkuppsetningu fann ég ekki að hópurinn hafi fundið hippann í sér. Frumsýning á Hárinu Austurbær 9. júlí 2004Leikstjóri: Rúnar Freyr GíslasonSvanborg Sigmarsdóttir Leikhús Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þrátt fyrir að ég hafi farið á Hárið, full fyrirheita um að dæma sýninguna á eigin verðleikum er voðalega erfitt að fara ekki út í samanburð á uppfærslu Baltasar frá því fyrir tíu árum. Í minningunni var sú sýning stórkostlega vel heppnuð og því erfitt að standast þann samanburð, nokkuð sem þessi sýning gerir alls ekki. Þessi uppsetning á sínar björtu hliðar, sérstaklega eftir hlé þegar sýningin fer fyrst á flug. Fyrir hlé var alltof mikil ringulreið á sviðinu til þess að ég vissi almennilega hvað var að ske. Sýningin fyrir hlé samanstóð af einu söngatriði eftir öðru. Lítið var um spjall og átti tónlistin því að njóta sín. Alltof oft kom það fyrir að undirleikurinn og rokkútsetningin yfirgnæfði sönginn. Eftir hlé var þetta mun betra. Hver sena fékk að njóta sín betur og með auknum samskiptum í tali á milli persónanna komst betra flæði á sýninguna. Aðalleikararnir tveir, Björn Thors sem Berger og Jóhannes Haukur Jóhannesson sem Claude bera af. Sérstaklega þó sá síðarnefndi. Það sem virðist oft standa söngleikjum á Íslandi fyrir þrifum er hversu erfitt það virðist vera að finna söngvara sem geta leikið, eða leikara sem geta sungið. Jóhannes bæði söng og lék með tilþrifum. Líklega bar ég mestu væntingar til Hilmis Snæs, þar sem hann stóð sig frábærlega sem Berger hér í den og vegna þess að hann hefur mestu leikreynsluna. Hlutverkið sem hann hefur er bara hvorki fugl né fiskur. Guðjón Davíð stóð sig ágætlega sem Voffi. Selma Björns leikur Sheilu, ástkonu Bergers. Af hverju þau áttu að vera par skildi ég ekki en Selma syngur vel, með og án aðstoðar. Persóna Unnar Aspar, Dionne, var allt í lagi, þrátt fyrir að latínóeldurinn hefði mátt njóta sín betur. Ilmur Kristjáns, sem hin einfalda Jeanie var á tímum gerð einum of einföld sál. Það sem kemur frá leikstjóranum við þessa uppsetningu var tenging við áhorfendur, sem gekk vel í fyrstu bekkina og rokk-elementið. Það kom krafti á tónlistina, stundum á kostnað söngsins en kom líka sýningunni í svolítið ójafnvægi. Búningarnir voru á milli þess að vera hippalegir og rokkaðir með skringilegri útkomu. Og hvað er þetta með að þröngva klassískum danshreyfingum í alla söngleiki í dag? Sem var þriðja víddin sem á illa við. Ef sýningin átti að gerast í New York 1968 og fyrst þau vildu ekki staðfæra eða breyta í nútímaádeilu gegn stríði, þá er sýningin svolítið bundin því að halda sig við hippastemninguna. Í sýningunni ásakar Berger Claude um að skilja ekki um hvað málið snerist. Í þessari sýningu virðist aðalmálið á hippatímanum vera neysla fíkniefna, mikið af kynlífi og rómantísk krafa um frið. Með borgaralegri rokkuppsetningu fann ég ekki að hópurinn hafi fundið hippann í sér. Frumsýning á Hárinu Austurbær 9. júlí 2004Leikstjóri: Rúnar Freyr GíslasonSvanborg Sigmarsdóttir
Leikhús Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira