Tónlist

The We­eknd fleygir lista­manns­nafninu

Kanadíska popp­stjarnan The We­eknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á sam­fé­lags­miðlum, Abel Tes­fa­ye, í stað síns heims­fræga nafns The We­eknd. Hann hefur áður rætt opin­skátt um að vilja losna undan lista­manns­nafninu.

Tónlist

Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“

Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter.

Tónlist

Ástar-haturs sam­band við Reykja­vík varð að lagi

„Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík.

Tónlist

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar

Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Tónlist

Frum­­sýning: Fóru á list­rænt flug á hár­greiðslu­stofunni

Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You.

Tónlist

Var fimm­tán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta er­lenda plötu­samninginn

„Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni.

Tónlist

Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar

Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

Tónlist

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.

Tónlist

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist

Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York

„Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni.

Tónlist

Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella

Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið.

Tónlist

Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum

Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög.

Tónlist

„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“

„Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum.

Tónlist