Erlent Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. Erlent 1.12.2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Erlent 30.11.2023 23:03 Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Erlent 30.11.2023 17:09 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Erlent 30.11.2023 16:46 Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Erlent 30.11.2023 13:12 Alistair Darling látinn Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri. Erlent 30.11.2023 13:02 Sunak segir endurskoðun Brexit ekki í kortunum Talsmaður Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því gær að ráðherrann teldi ekki að Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, væri í hættu. Erlent 30.11.2023 07:46 Henry Kissinger er látinn Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut. Erlent 30.11.2023 06:49 Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. Erlent 30.11.2023 06:36 Síðustu fangaskipti vopnahlésins að ganga í gegn Hamas hefur látið sextán gísla lausa í skiptum fyrir þrjátíu Palestínska fanga í að öllum líkindum síðustu fangaskiptum vopnahlésins sem nú gengur yfir á Gasaströndinni. Erlent 29.11.2023 23:08 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. Erlent 29.11.2023 18:36 Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. Erlent 29.11.2023 13:46 Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Erlent 29.11.2023 11:07 Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Erlent 29.11.2023 11:04 Greindu 580 sem höfðu ekki hugmynd um að þeir væru með HIV Tónlistarmaðurinn Elton John mun ávarpa þingmenn í Bretlandi í dag og hvetja þá til að gera meira til að ná markmiði stjórnvalda um að útrýma nýjum tilfellum HIV fyrir árið 2030. Erlent 29.11.2023 10:07 Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19 Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Erlent 29.11.2023 07:23 „Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Erlent 29.11.2023 07:01 Umfangsmiklar aðgerðir Ísraelshers sagðar standa yfir á Vesturbakkanum Palestínska dagblaðið Al-Quds segir Ísraelsher hafa ráðist inn í Jenin á Vesturbakkanum. Fréttamaður Al Jazeera í Jerúsalem segir aðgerðirnar hafa hafist í gærkvöldi og þær virðast enn í gangi. Erlent 29.11.2023 06:53 Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Erlent 28.11.2023 22:46 Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Erlent 28.11.2023 16:38 Fílahjörð réðist að fjölskyldu eftir að keyrt var á fílsunga Fílahjörð traðkaði á bíl á hraðbraut í Malasíu eftir að ökumaður bílsins keyrði á fílsunga úr hjörðinni. Í bílnum var þriggja manna fjölskylda sem slapp án alvarlegra meiðsla. Erlent 28.11.2023 16:31 Páfinn í hvíld og á sýklalyfjum Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita. Erlent 28.11.2023 15:39 Öllum bjargað eftir sautján daga Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni. Erlent 28.11.2023 14:55 Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Erlent 28.11.2023 14:10 Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Erlent 28.11.2023 12:11 Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. Erlent 28.11.2023 11:02 Banna einnota rafrettur Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. Erlent 28.11.2023 11:02 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31 Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33 « ‹ 93 94 95 96 97 98 99 100 101 … 334 ›
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. Erlent 1.12.2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Erlent 30.11.2023 23:03
Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Erlent 30.11.2023 17:09
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. Erlent 30.11.2023 16:46
Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Erlent 30.11.2023 13:12
Alistair Darling látinn Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri. Erlent 30.11.2023 13:02
Sunak segir endurskoðun Brexit ekki í kortunum Talsmaður Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því gær að ráðherrann teldi ekki að Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, væri í hættu. Erlent 30.11.2023 07:46
Henry Kissinger er látinn Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut. Erlent 30.11.2023 06:49
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. Erlent 30.11.2023 06:36
Síðustu fangaskipti vopnahlésins að ganga í gegn Hamas hefur látið sextán gísla lausa í skiptum fyrir þrjátíu Palestínska fanga í að öllum líkindum síðustu fangaskiptum vopnahlésins sem nú gengur yfir á Gasaströndinni. Erlent 29.11.2023 23:08
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. Erlent 29.11.2023 18:36
Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. Erlent 29.11.2023 13:46
Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Erlent 29.11.2023 11:07
Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Erlent 29.11.2023 11:04
Greindu 580 sem höfðu ekki hugmynd um að þeir væru með HIV Tónlistarmaðurinn Elton John mun ávarpa þingmenn í Bretlandi í dag og hvetja þá til að gera meira til að ná markmiði stjórnvalda um að útrýma nýjum tilfellum HIV fyrir árið 2030. Erlent 29.11.2023 10:07
Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19
Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Erlent 29.11.2023 07:23
„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Erlent 29.11.2023 07:01
Umfangsmiklar aðgerðir Ísraelshers sagðar standa yfir á Vesturbakkanum Palestínska dagblaðið Al-Quds segir Ísraelsher hafa ráðist inn í Jenin á Vesturbakkanum. Fréttamaður Al Jazeera í Jerúsalem segir aðgerðirnar hafa hafist í gærkvöldi og þær virðast enn í gangi. Erlent 29.11.2023 06:53
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Erlent 28.11.2023 22:46
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Erlent 28.11.2023 16:38
Fílahjörð réðist að fjölskyldu eftir að keyrt var á fílsunga Fílahjörð traðkaði á bíl á hraðbraut í Malasíu eftir að ökumaður bílsins keyrði á fílsunga úr hjörðinni. Í bílnum var þriggja manna fjölskylda sem slapp án alvarlegra meiðsla. Erlent 28.11.2023 16:31
Páfinn í hvíld og á sýklalyfjum Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita. Erlent 28.11.2023 15:39
Öllum bjargað eftir sautján daga Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni. Erlent 28.11.2023 14:55
Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Erlent 28.11.2023 14:10
Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Erlent 28.11.2023 12:11
Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. Erlent 28.11.2023 11:02
Banna einnota rafrettur Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast. Erlent 28.11.2023 11:02
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33