Erlent

Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin

Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa.

Erlent

Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum

Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar.

Erlent

Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött

Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu.

Erlent

Sakar föður Boris Johnson um að hafa rassskellt sig

Þingkona breska Íhaldsflokksins segir að Stanley Johnson, faðir Boris Johnson forsætisráðherra, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á landsfundi flokksins fyrir tæpum tuttugu árum. Johnson hafi slegið hana eins fast og hann gat á rassinn.

Erlent

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent

Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvik

Herforingjastjórn Búrma hefur bætt við nýjum ákærum á hendur Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í febrúar. Hún er ákærð fyrir kosningasvik og stendur nú fram fyrir ellefu ákærum sem allt að hundrað ára fangelsi liggur við.

Erlent

Mennirnir fjórir látnir lausir

Mennnirnir fjórir sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárásina í Liverpool á Englandi á sunnudag hafa nú verið leystir úr haldi en lögregla segir þá hafa veitt skýr svör við spurningum sínum.

Erlent

COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður?

Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.

Erlent

Bann­on gefur sig fram við lög­reglu

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum.

Erlent

Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi

Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans.

Erlent