Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Fox og NBC spá Bush sigri í Ohio

Tvær sjónvarpsstöðvar, Fox og NBC hafa spáð George W. Bush sigri í Ohio. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það sama. Mjög hefur dregið saman með Bush og Kerry í ríkinu, framan af var Bush með fimm prósentustiga forskot en það er komið niður í tvö prósent samkvæmt nýjustu tölum þegar 87 prósent atkvæða hafa verið talin.

Erlent
Fréttamynd

Bush hugsanlega búinn að sigra

Bush er hugsanlega búinn að tryggja sér sigur í forsetakosningunum. Samkvæmt samantekt AP er hann búinn að tryggja sér sigur í átján ríkjum með 170 kjördæmum og leiðir í ríkjum með 106 kjörmenn. Gangi þetta eftir er hann kominn með 276 kjörmenn en hann þarf 270 til að tryggja sér endurkjör.

Erlent
Fréttamynd

Meiri foringi en margur hyggur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sigur George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðast mjög afgerandi. "Ég tel að þetta sé mikið afrek hjá honum og sýni að hann er meiri foringi en margur hyggur, sérstaklega í Evrópu," segir hann.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlar hafa varann á sér

"Við viljum frekar vera síðust en að hafa rangt fyrir okkur," sagði Dan Rather hjá CBS og endurómaði þar þankagang margra sem vilja öðru fremur forðast að gera sömu mistök og fyrir fjórum árum þegar sjónvarpsstöðvarnar lýstu yfir sigri George W. Bush þegar raunin var sú að staðan var enn of jöfn til að hægt væri að spá fyrir um úrslit.

Erlent
Fréttamynd

Biðin gæti varað í vikur

Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bush 24 kjörmönnum frá endurkjöri

George W. Bush er kominn með 246 kjörmenn eftir að hafa tryggt sér sigur í Colorado samvæmt spám bandarískra fjölmiðla. John Kerry er með 195 kjörmenn og þarf að bæta við sig 75 kjörmönnum meðan Bush dugar 24 í viðbót við þá sem hann virðist þegar hafa tryggt sér. Heldur hefur dregið saman með Bush og Kerry í Ohio.

Erlent
Fréttamynd

99 kjörmönnum frá endurkjöri

George W. Bush hefur tryggt sér sigur í Louisiana og Mississippi samkvæmt þeim atkvæðum sem hafa þegar verið talin. Hann er því kominn með 171 kjörmann og þarf aðeins 99 til viðbótar til að tryggja sér endurkjör. Sigur hans í ríkjunum tveimur er í samræmi við skoðanakannanir sem birtust fyrir kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Siðferðismál réðu miklu um úrslit

Áhersla George W. Bush á siðferðismál og baráttu gegn hryðjuverkum virðist hafa átt stóran hlut í því að tryggja honum endurkjör sem forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að fólk lýsti mikilli óánægju með stöðu efnahagsmála og að Íraksstríðið væri afar umdeilt gefa skoðanakannanir á kjördag til kynna að fólk hafi sett siðferðismál á oddinn.

Erlent
Fréttamynd

Hefjum tímabil vonar

"Við hefjum nú tímabil vonar," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þúsundir stuðningsmanna sinna sem fögnuðu endurkjöri hans í Ronald Reagan-byggingunni í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Dregur saman með Bush og Kerry

Eins og staðan er núna er George W. Bush talinn hafa tryggt sér áttatíu kjörmenn en John Kerry 77. Staðan í Flórída er svo jöfn að ekki er hægt að spá fyrir um sigurvegara, í Pennsylvaníu liggja ekki fyrir nægar upplýsingar. Því er enn óljóst hvernig fer í þremur stærstu óvissuríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst hver vinnur í Ohio

Of litlu munar á George W. Bush og John Kerry í Ohio til að spá fyrir um hvor þeirra fær þá 20 kjörmenn sem ríkið færir sigurvegaranum. Ríkið er eitt af þremur stærstu óvissuríkjunum sem talið er að komi til með að vega einna þyngst á munum þegar upp er staðið. Samkvæmt fyrstu tölum hefur Bush naumt forskot, 52 prósent gegn 48 prósentum hjá Kerry.

Erlent
Fréttamynd

Gæti tekið daga eða vikur að telja

Það gæti tekið nokkra daga og jafnvel vikur að telja öll atkvæði sagði George Stephanopoulous, stjórnmálaskýrandi ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hann segir ástæðuna vera utankjörfundaratkvæði og vafaatkvæði sem ólíklegt sé að verði talin í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bush sigurvegari

George Bush, forseti Bandaríkjanna, mun flytja ræðu klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma, eða klukkan 15 að staðartíma í Washington, þar sem hann mun tilkynna sigur sinn í forsetakosningunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi fagnar sigri Bush

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnaði í dag sigri George Bush í kosningunum í Bandaríkjunum í gær, þrátt fyrir að endanleg úrslit liggi ekki fyrir. Berlusconi segir sigurinn tilkominn vegna efnahagsástands Bandaríkjanna og skattalækkana Bush.

Erlent
Fréttamynd

Barist um Ohio

Þegar 91 prósent atkvæða í Ohio hefur verið talið og eftir á að telja hálfa milljón atkvæða munar 102 þúsund atkvæðum á George W. Bush og John Kerry sem þarf nauðsynlega að sigra í ríkinu ef hann ætlar sér að eiga einhvern möguleika á því að verða forseti. Tvær stöðvar hafa þegar spáð Bush sigri í ríkinu en aðrir fjölmiðlar segja það of snemmt.

Erlent
Fréttamynd

Verðum að græða sárin

"Við getum ekki unnið þessar kosningar," sagði John Kerry öldungadeildarþingmaður þegar hann viðurkenndi ósigur sinn í bandarísku forsetakosningunum í gær. Hann lagði áherslu á að hefjast þyrfti handa við að sætta landsmenn eftir þær deilur sem hafa klofið þá undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Lýsir Bush yfir sigri?

Búist er við að George Bush muni lýsa yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum innan stundar og ríkir sigurgleði í herbúðum hans. Samkvæmt útgönguspám hefur hann sigrað í Nevada og því hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að sigra.

Erlent
Fréttamynd

Bush aftur framúr

George W. Bush er kominn með 102 kjörmenn og John Kerry 77 samkvæmt spám flestra stóru sjónvarpsstöðvanna vestanhafs. ABC, CNN, Fox og NBC spá þessu allar. NBC telur hins vegar að Bush sé kominn með 108 kjörmenn en er sammála spánni um 77 kjörmenn Kerrys. Búast má við breytingum á næstu mínútum þegar kjörstaðir loka í fimmtán ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Munar átta kjörmönnum

Litlu munar á kjörmannafjölda George W. Bush og John Kerry eftir að Kerry tryggði sér sigur í Pennsylvaníu, einu óvissuríkjanna sem barist var um, og Kaliforníu, ríkisins sem gefur af sér flesta kjörmenn og Kerry var sigurstranglegur í. Samkvæmt síðustu tölum NBC er Bush búinn að tryggja sér 207 kjörmenn en Kerry 199 kjörmenn.

Erlent
Fréttamynd

New Hampshire skiptir um lit

John Kerry virðist hafa tryggt sér sigur í New Hampshire. Þar með hefur það gerst í fyrsta skipti í þessum kosningum að ríki sem kaus George W. Bush fyrir fjórum árum hafi ekki kosið hann nú. Hins vegar hefur Bush enn sem komið er ekki tryggt sér sigur í neinu þeirra ríkja sem Al Gore sigraði í fyrir fjórum árum.

Erlent
Fréttamynd

Kerry spáð sigri í Wisconsin

CNN-sjónvarpsstöðin spáði John Kerry sigri í Wisconsin-ríki nú fyrir stundu. Tíu kjörmenn eru þar í boði og ef rétt reynist er Kerry kominn með 252 kjörmenn en Bush 254. Hin ríkin þrjú þar sem enn er beðið niðurstöðu eru Ohio (20 kjörmenn), Iowa (7) og Nýja-Mexíkó (5).

Erlent
Fréttamynd

Ríkin sem Bush og Kerry unnu

Þegar úrslit eru ráðin í öllum nema fjórum ríkjum er George W. Bush með 254 kjörmenn en John Kerry kominn með 242 kjörmenn. Úrslitin ráðast því af niðurstöðum í fjórum ríkjum, einkum því stærsta þeirra Ohio þar sem munurinn er minni en svo að flestir fjölmiðlar treysti sér til að spá Bush Bandaríkjaforseta sigri.

Erlent
Fréttamynd

Springsteen og Crowe hjá Kerry

Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum...........

Erlent
Fréttamynd

Ómögulegt að spá um úrslit

Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í metkjörsókn

Það stefnir í metkjörsókn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og langar raðir eru við kjörstaði nú á kosningadaginn. Athygli manna beinist einkum að örlitlu broti kjósenda.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægustu kosningar sögunnar

Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. 

Erlent
Fréttamynd

Bush fær líklega gott start

Búast má við því að George W. Bush verði ofan á í fyrstu útgönguspám sem birtar verða fljótlega eftir miðnætti en þá loka kjörstaðir í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kannanir gefa til kynna að Bush hafi betur í fimm ríkjanna en John Kerry í því sjötta.

Erlent
Fréttamynd

Landslagið í Massachussetts

Það er mikill munur á pólitíska landslaginu í Massachussetts annars vegar og nágrannafylkinu New Hampshire hins vegar. Í því fyrrnefnda myndu demókratar vinna þótt þeir biðu fram blindan bavíana en í New Hampshire hefur gjarnan verið mjótt á munum og þar hafa kjósendur meiri tilhneigingu til að kjósa repúblikana heldur en í nágrannafylkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Spennandi fram á síðustu stundu

Nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum í kosningunum vestanhafs í nótt. Litlu munar á fylgi George W. Bush og John Kerry í fjórum af fimm könnunum sem voru gerðar í gær en í einni þeirra, frá George Washington háskóla er George W. Bush með fjögurra prósenta forskot á Kerry.

Erlent
Fréttamynd

Hefur farið vel fram að mestu

Kjördagur hefur að mestu liðið tíðindalaust hjá ef undan er skilin óvenju mikil kjörsókn. Í aðdraganda kosninganna lýstu margir áhyggjum af því að mistök í framkvæmd og framganga eftirlitsmanna frambjóðendanna á kjörstöðum kynni að hafa áhrif en enn sem komið er hefur verið lítið um það.

Erlent