Bólusetningar

Fréttamynd

Hætta notkun bóluefnis AstraZeneca fyrir yngra fólk

Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að gefa fólki yngra en sextugu ekki bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna einstakra tilfella blóðtappa sem tilkynnt hefur verið um í fólki sem hefur fengið efnið. Lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands hafa báðar mælt með áframhaldandi notkun bóluefnisins.

Erlent
Fréttamynd

Von á bólu­efni Jans­sen til Evrópu þann 19. apríl

Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn.

Erlent
Fréttamynd

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Erlent
Fréttamynd

Skora á John­son að deila bólu­efnum með fá­tækari þjóðum

Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir.

Erlent
Fréttamynd

Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu

Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

AstraZene­ca verði að standa við gerða samninga um af­hendingu

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca verði að standa við gerða samninga um afhendingu bóluefnis til Evrópuríkjanna áður en hægt verður að heimila útflutning á bóluefni þeirra sem framleitt er í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Um ESB, bólu­efni og út­flutnings­bann

Byrjum á byrjuninni. Væntanlegt útflutningsbann á bóluefni frá ESB hefur vakið upp hörð viðbrögð. Og þeir íslensku ráðamenn, sem öllu jöfnu hafa verið mótfallnir inngöngu Íslands í sambandið, lýstu vandlætingu sinni samdægurs á samfélagsmiðlum: Hið stóra grimma Evrópusamband væri búið að setja litla klakann okkar á „bannlista“!

Skoðun
Fréttamynd

Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl

Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn

Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB

Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn

Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað

Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir hafi brugðist

Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að bólusetja aftur með AstraZeneca

Byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefni AstraZeneca á næstunni. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á blaðamananfundi þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar í Hörpu í dag.

Innlent