Bólusetningar

Fréttamynd

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til

Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Hætt að af­henda lög­­reglu ­vott­orð hælis­­leit­enda í bili

Ó­vissa er uppi um hvort Heilsu­gæslan á höfuð­borgar­svæðinu megi af­henda lög­reglu bólu­setningar­vott­orð ein­stak­linga eins og stofnunin gerði í til­felli tveggja Palestínu­manna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsu­gæslan hefur á­kveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lög­reglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta at­riði.

Innlent
Fréttamynd

Sjokk fyrir alla að bólu­settur hafi smitast

Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum

Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að blanda bólu­efni eins og enginn sé morgun­dagurinn

Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi

Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur íbúa Evrópu­sam­bandsins full­bólu­settur

Meira en helmingur allra full­orðinna ein­stak­linga í Evrópu­sam­bandinu er nú full­bólu­settur. Þetta til­kynnti Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins á Twitter-reikningi sínum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Græðgi ráði för hjá þeim sem vilja gefa þriðja skammtinn

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) er ekki hrifin af á­herslum lyfja­fram­leiðandans Pfizer á að fá leyfi fyrir því að gefa þriðja skammt bólu­efnis síns gegn Co­vid-19. Yfir­maður stofnunarinnar segir að það sé græðgi bólu­efna­fram­leið­enda að kenna hve mikil mis­munun hefur orðið í dreifingu bólu­efna­skammta.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu sprautur fyrir sumar­frí

Á morgun og á miðvikudag eru síðustu bólusetningardagar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir sumarfrí. Að fríinu loknu verða bólusetningar með öðru sniði en verið hefur síðustu mánuði, en hvernig þeim verður háttað er ekki komið á hreint.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.

Innlent