Bólusetningar

Fréttamynd

„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“

Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar

Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi

Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“

Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Ýmis kerfi komin að þolmörkum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var 188. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin

Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna

Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn.

Erlent
Fréttamynd

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi

Aldrei hafa fleiri verið í ein­angrun smitaðir af Co­vid-19 á Ís­landi og ein­mitt í dag. Alls eru 1.304 í ein­angrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í ein­angrun þegar fyrri bylgjur far­aldursins náðu sínum há­punkti.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

Innlent
Fréttamynd

Aðrir en skóla­­starfs­­menn geta ekki mætt í bólu­­setningu strax

Bólu­setningar með örvunar­skammti frá Pfizer fyrir kennara og starfs­menn skóla sem fengu Jans­sen bólu­efnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bólu­efni Jans­sen geta ekki freistað þess að mæta í auka­skammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.

Innlent
Fréttamynd

„Við stöndum betur að vígi en meiri­hluti mann­kyns“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um þátt­töku í mikilvægri klíniskri til­raun og vilja bólu­setningu sem fyrst

Foreldrar ellefu ára gamals drengs með Duchenne-sjúkdóminn hafa kallað eftir því að hann fái bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi svo hann komist sem fyrst til Kanada, til þess að þátttaka þeirra í klíniskri tilraun á lyfi sem þau segja að hafi stórbætt lífsgæði drengsins og bróður hans, sem einnig er með Duchenne, sé ekki í hættu. Málið er í skoðun hjá sóttvarnaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Stytta ein­angrun bólu­settra niður í 10 daga

Sótt­varna­læknir hefur tekið á­kvörðun um að stytta ein­angrunar­tíma þeirra sem hafa smitast af Co­vid-19 ef þeir eru bólu­settir og geta talist til „hraustra ein­stak­linga“. Þeir verða fram­vegis að­eins að vera í ein­angrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til.

Innlent