Bólusetningar

Fréttamynd

Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku

Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Kannast ekki við skyndi­lega lömun ungrar konu eftir bólu­setningu

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast.

Innlent
Fréttamynd

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eldri borgarar bjart­sýnir fyrir örvunar­bólu­setningu

Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni.

Innlent
Fréttamynd

Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur

Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis

Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis.

Erlent
Fréttamynd

Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs.

Innlent
Fréttamynd

Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi

Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum

Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetja aftur í Laugardalshöll

Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný.

Innlent
Fréttamynd

Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu

Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ná til óbólusettra

Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu.

Innlent