Bólusetningar Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. Innlent 26.8.2021 11:45 Stöðva notkun bóluefnis Moderna eftir að agnir fundust í lyfjaglösum Heilbrigðisyfirvöld í Japan og bóluefnaframleiðandinn Moderna hafa ákveðið að bíða með notkun 1,6 milljón bóluefnaskammta eftir að agnir fundust í nokkrum skömmtum af 560 þúsund skammta framleiðslulotu. Erlent 26.8.2021 07:47 Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. Erlent 25.8.2021 07:42 Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. Innlent 24.8.2021 20:30 Myndir af Arnarhóli sagðar af Covid-mótmælum í Frakklandi Myndbandi af Íslendingum að fagna gengi karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu árið 2016 hefur verið dreift víða í Frakklandi og myndbandið sagt af mótmælum gegn svokölluðum bólusetningarvegabréfum. Innlent 24.8.2021 17:20 Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Innlent 24.8.2021 13:13 Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. Erlent 24.8.2021 07:34 Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.8.2021 15:26 Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Erlent 23.8.2021 14:11 Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt. Erlent 23.8.2021 13:11 Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. Innlent 23.8.2021 16:07 Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. Erlent 23.8.2021 09:14 Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. Innlent 23.8.2021 06:30 Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. Innlent 22.8.2021 18:46 Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Innlent 22.8.2021 12:00 Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Innlent 21.8.2021 15:37 Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. Innlent 20.8.2021 12:24 Um vegna áhættu og ábata Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Skoðun 20.8.2021 09:01 Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Erlent 20.8.2021 08:58 Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. Erlent 20.8.2021 08:09 Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. Innlent 19.8.2021 22:02 Þvingað samþykki? Á mánudag var íbúum hjúkrunarheimila boðin þriðja sprautan vegna Covid-19. Þau voru með þeim fyrstu til að fá sprautur, milli jóla og nýárs. Almenningi var einnig boðin önnur eða þriðja sprautan í Laugardagshöll. Skoðun 19.8.2021 20:01 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Erlent 19.8.2021 12:53 Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Erlent 18.8.2021 22:09 Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Innlent 18.8.2021 11:57 WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Erlent 18.8.2021 08:48 Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Innlent 17.8.2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. Innlent 17.8.2021 11:47 Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. Innlent 17.8.2021 10:00 Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Innlent 16.8.2021 22:31 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 51 ›
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. Innlent 26.8.2021 11:45
Stöðva notkun bóluefnis Moderna eftir að agnir fundust í lyfjaglösum Heilbrigðisyfirvöld í Japan og bóluefnaframleiðandinn Moderna hafa ákveðið að bíða með notkun 1,6 milljón bóluefnaskammta eftir að agnir fundust í nokkrum skömmtum af 560 þúsund skammta framleiðslulotu. Erlent 26.8.2021 07:47
Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. Erlent 25.8.2021 07:42
Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. Innlent 24.8.2021 20:30
Myndir af Arnarhóli sagðar af Covid-mótmælum í Frakklandi Myndbandi af Íslendingum að fagna gengi karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu árið 2016 hefur verið dreift víða í Frakklandi og myndbandið sagt af mótmælum gegn svokölluðum bólusetningarvegabréfum. Innlent 24.8.2021 17:20
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Innlent 24.8.2021 13:13
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. Erlent 24.8.2021 07:34
Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.8.2021 15:26
Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Erlent 23.8.2021 14:11
Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt. Erlent 23.8.2021 13:11
Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. Innlent 23.8.2021 16:07
Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. Erlent 23.8.2021 09:14
Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. Innlent 23.8.2021 06:30
Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. Innlent 22.8.2021 18:46
Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Innlent 22.8.2021 12:00
Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Innlent 21.8.2021 15:37
Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. Innlent 20.8.2021 12:24
Um vegna áhættu og ábata Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Skoðun 20.8.2021 09:01
Efast um þörfina á örvunarskömmtum Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Erlent 20.8.2021 08:58
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. Erlent 20.8.2021 08:09
Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. Innlent 19.8.2021 22:02
Þvingað samþykki? Á mánudag var íbúum hjúkrunarheimila boðin þriðja sprautan vegna Covid-19. Þau voru með þeim fyrstu til að fá sprautur, milli jóla og nýárs. Almenningi var einnig boðin önnur eða þriðja sprautan í Laugardagshöll. Skoðun 19.8.2021 20:01
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Erlent 19.8.2021 12:53
Örvunarskammtar ríku þjóðanna eins og að útdeila öðru björgunarvesti á meðan aðrir drukkna án vestis Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis. Erlent 18.8.2021 22:09
Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Innlent 18.8.2021 11:57
WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Erlent 18.8.2021 08:48
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Innlent 17.8.2021 14:02
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. Innlent 17.8.2021 11:47
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. Innlent 17.8.2021 10:00
Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Innlent 16.8.2021 22:31