Bólusetningar

Fréttamynd

Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn

FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri.

Erlent
Fréttamynd

Opna landamærin fyrir bólusetta 8. nóvember

Bandarísku landamærin verða opnuð fyrir öllum bólusettum þann 8. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu en landamærin hafa lengið verið lokuð ferðamönnum. 

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður.

Erlent
Fréttamynd

Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum

Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið.

Fréttir
Fréttamynd

Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fólk með bælt ó­næmis­kerfi fái þriðja skammtinn fyrr

Lyfja­stofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að ein­staklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunar­skammt af bólu­efni Pfizer/BioN­Tech gegn Co­vid-19. Það er þó í höndum heil­brigðis­yfir­valda í hverju landi fyrir sig að á­kveða hverjir fá þriðja skammtinn.

Erlent