Úkraína

Fréttamynd

Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna

Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink.

Erlent
Fréttamynd

Sextán borgarar féllu í árás Rússa

Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli

Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Endur­nýjar ekki korn­samning nema kröfum hans verði mætt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Rezni­kov ekki lengur varnar­mála­ráð­herra Úkraínu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf.

Erlent
Fréttamynd

Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri

Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent
Fréttamynd

Saka Úkraínu­menn um um­fangs­mestu á­rásirnar til þessa

Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um gagnsóknina

Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu

Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri.

Erlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á um­mælum um land fyrir aðild

Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa komið í veg fyrir at­lögu að lífi Selenskís

Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila

Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip

Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. ­Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum.

Erlent
Fréttamynd

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu

Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands

Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

Erlent
Fréttamynd

„Stríðið færist til Rússlands“

Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands.

Erlent