Sund

Fréttamynd

Eygló Ósk í 13. sæti í 200 metra baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi varð með þrettánda besta tímann í undanrásum í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Chartres í Frakklandi í morgun en það voru bara átta bestu sundkonurnar sem komust áfram.

Sport
Fréttamynd

Ingibjörg í 15. sæti og Inga Elín með Íslandsmet

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði 15. sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fer fram í Chartres í Frakklandi. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í undanúrslit á EM

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi komst í morgun í undanúrslit í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug sem hófst í morgun í Chartres í Frakklandi. Eygló var næstsíðust inn í undanúrslitin en undanúrslitasundið fer fram í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Inga Elín bætti met Hrafnhildar | Metin féllu í Ásvallalaug

Inga Elín Cryer, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Ásvallalaug í dag. Inga Elín kom í mark á tímanum 4:47.21 mínútur og bætti met Hrafnhildar Lúthersdóttur úr SH árið 2010 um 37/100 úr sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Skorað á fyrirtæki að hjálpa

Íslenska afreksfólkinu í sundi barst í gær góður stuðningur þegar garðaþjónustan Sigur-garðar í Borgarnesi ákvað að styrkja íslensku keppendurna sem fara á EM í sundi í 25 m laug um 25 þúsund krónur.

Sport
Fréttamynd

Rann á íshellu í fjallgöngu

Anton Sveinn McKee mun ekki keppa á EM í 25 m laug sem fer fram í Frakklandi síðar í mánuðinum. Hann missti úr eina viku í æfingum eftir að hafa runnið til í fjallgöngu.

Sport
Fréttamynd

Stefnumót með gulldrengnum Jóni Margeiri

Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðuna Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrktarsamkomu í þágu Íþróttasambands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Phelps og Felix fengu viðurkenningar

Sundmaðurinn Michael Phelps og frjálsíþróttakonan Allyson Felix voru í gær útnefnd sem íþróttamenn ársins af bandarísku ólympíunefndinni. Phelps landaði fjórum gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í London og samtals hefur hann unnið til 18 gullverðlauna á ÓL sem er met. Felix vann þrenn gullverðlaun á ÓL í London í 200 m hlaupi, 4x100 m. og 4x400 m. boðhlaupum.

Sport
Fréttamynd

Kolbrún Alda í 14. sæti í baksundinu

Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hafnaði í 14. sæti af sautján keppendum í undanrásum í 100 metra baksundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í morgun.

Sport
Fréttamynd

Kvenkyns Ólympíufarar gagnrýndir fyrir vaxtarlag

Holley Mangold, keppandi í ólympískum lyftingum, er þyngsti kvenkeppandinn á Ólympíuleikunum í London. Mangold er 157 kg að þyngd og hefur glímt við gagnrýni um að svo þung kona geti varla talist afrekskona í íþróttum.

Sport
Fréttamynd

Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð.

Sport
Fréttamynd

Soni endurtók leikinn frá því í Peking

Bandaríska sundkonan Rebecca Soni varð í kvöld fyrst kvenna til þess að verja Ólympíutitil í 200 metra bringusundi þegar hún kom fyrst í mark í úrslitasundinu. Soni setti um leið heimsmet líkt og hún gerði á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.

Sport
Fréttamynd

Skammvinnur fögnuður hjá móður Michael Phelps

Debbie Phelps, móðir Michael Phelps sigursælasta Ólympíufara allra tíma, fagnaði ógurlega því sem hún taldi vera glæsilegan sigur sonar síns í 200 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í gær. Phelps hafnaði hins vegar í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Adrian stal gullverðlaununum af Magnussen

Bandaríski sundkappinn Nathan Adrian tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum. Adrian kom í mark 1/100 úr sekúndu á undan Ástralanum James Magnussen.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur þriðja í sínum riðli - langt frá sínu besta

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, var langt frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London. Hrafnhildur hefur verið að glíma við meiðsli og það hafði augljóslega áhrif á hana í sundinu í morgun.

Sport