Bókmenntir

Fréttamynd

Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis

Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. 

Menning
Fréttamynd

Íslenskar bækur og spil jólagjöf ársins

Jólagjöf ársins árið 2022 er samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar íslenskar bækur og spil. Þetta staðfestir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir forstöðumaður RSV í samtali við fréttastofu, en greint var frá niðurstöðunni á Rás 2 í morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.

Menning
Fréttamynd

Saga Harley-Davidson komin á prent

„Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin.

Samstarf
Fréttamynd

Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu

Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum.

Menning
Fréttamynd

„Hvað á ég að vera að dæma þig?“

„Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 

Lífið
Fréttamynd

Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi

Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman.

Menning
Fréttamynd

Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi

Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“

Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning
Fréttamynd

Tökum á Snertingu lokið í London

Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir

Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Menning
Fréttamynd

Ævi­saga „vara­skeifunnar“ kemur út 10. janúar

Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Menning
Fréttamynd

„Ég myndi aldrei láta það uppi“

Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Menning
Fréttamynd

Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar

Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum.

Lífið
Fréttamynd

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði

Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Menning