Kjaraviðræður 2023-24

Fréttamynd

Fjár­fest í mínum skóla

Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum.

Skoðun
Fréttamynd

Kemur til greina að fara dómstólaleiðina

Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Frekar vand­ræða­legt

Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn form­legur sátta­fundur í tíu daga

Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð.

Innlent
Fréttamynd

Vel­ferðar­sam­félag í anda jafnaðar­menns­kunnar

Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla ekki að slíta við­ræðum

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Nánast engin læknis­þjónusta ef til verk­falls kemur

Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara

Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurðurinn sem enginn bað um

Á haustdögum, nánar tiltekið á þingsetningardegi, efndu ASÍ, BSRB og KÍ til útifundar á Austurvelli til að mótmæla þeim áhrifum sem þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft á venjulegt fólk. Innan þessara regnhlífasamtaka er þorri vinnandi fólks á Íslandi og krafan á fundinum var skýr: ríkisstjórnin væri ekki á vetur setjandi nema hún væri reiðubúin að takast á við efnahagsvandann út frá almannahag.

Skoðun
Fréttamynd

„Kennarasambandi Ís­lands blöskrar af­staða við­semj­enda sinna“

Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Það styðja allir sitt fólk 100 pró­sent“

Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Segja um­boð samninga­nefndar af­dráttar­laust

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Grát­biðja deilu­aðila að finna lausn

Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ó­geðs­lega sár fyrir hönd barnanna okkar“

Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður barna segir verk­föll kennara mis­muna börnum

Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fallið hafi mikil á­hrif á fáar fjöl­skyldur og lítil á­hrif á sam­félagið

Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Læknar fresta verk­falli

Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á­kveðið hvort fleiri fari í verk­fall

Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins segir síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga. 

Innlent