Arion banki

Fréttamynd

Rúnar hættir í eigin viðskiptum hjá Arion banka

Rúnar Friðriksson, sem hefur starfað í eigin viðskiptum Arion banka síðustu ár, er hættur hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Hann sagði starfi sínu lausu í dag en það mun skýrast fljótlega hver verður fenginn til að taka við af honum innan bankans. 

Klinkið
Fréttamynd

Þóknanatekjur Arion aldrei verið hærri og hagnaðurinn um 10 milljarðar

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi, sem var meðal annars drifin áfram af auknum vaxta- og þóknanatekjum, jókst um liðlega 1,9 milljarð króna á milli ára og var rúmlega 9,7 milljarðar króna. Mikil umsvif í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu skilaði sér í því að þóknanatekjur hækkuðu um 27 prósent og námu um 4,54 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri á einum fjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði

Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum.

Innherji
Fréttamynd

Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka

Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið