Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

Elvar: Við erum kannski bara svona skemmti­lega vit­lausir

Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristinn: Við vorum geggjaðir

Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­þjálfari Ítalíu var með haus­verk og horfði ekki á seinni hálf­leik

Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfari Ítalíu, var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleikinn gegn Íslandi í Laugardalshöll. Hann dró sig til hlés, áhyggjulaus líklega enda höfðu hans menn mikla yfirburði og 25-49 forystu eftir fyrri hálfleik. Ítalía fór svo með 71-95 sigur þrátt fyrir að spila án sinna sterkustu leikmanna, og seinni hálfleikinn án aðalþjálfara. 

Körfubolti
Fréttamynd

Gafst upp á að læra frönskuna

Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggðu sér sæti í átta liða úr­slitum

Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Búlgaríu með tíu stiga mun í úrslitum B-deildar Evrópumótsins sem fram fer í Búlgaríu. Sigurinn tryggir Íslandi sæti í 8-liða úrslitum.

Körfubolti