Kaup og sala fyrirtækja Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. Viðskipti innlent 15.4.2024 17:22 KEA nú stærsti hluthafinn í Norlandair KEA hefur keypt rúmlega 21 prósent hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43 prósenta eignarhlut. Viðskipti innlent 15.4.2024 11:42 Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. Innherji 15.4.2024 09:40 Kaupa Dive.is að fullu Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Viðskipti innlent 11.4.2024 16:12 KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:46 Ólöf og Omry selja Kryddhúsið John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 9.4.2024 10:49 Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Viðskipti innlent 5.4.2024 12:21 Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Viðskipti innlent 5.4.2024 07:06 „Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Innlent 30.3.2024 20:24 Fíll í postulínsbúð? Svigrúm ríkisins til athafna á samkeppnismarkaði Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti. Umræðan 29.3.2024 11:15 Festi vill sættast við Samkeppniseftirlitið Festi hefur óskað eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á Lyfju. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:05 Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55 „Sjálfgræðismenn“ vilji koma Landsbankanum í hendur auðmanna Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma. Innlent 19.3.2024 22:53 KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu KEA hefur keypt 30 prósenta hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 19.3.2024 08:23 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58 Ardian hyggst fjórfalda umsvif Verne og leggja gagnaverunum til 163 milljarða Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu. Innherji 15.3.2024 07:14 Lífeyrissjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða afslætti Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.3.2024 13:00 Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár. Innherji 8.3.2024 14:25 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. Viðskipti innlent 6.3.2024 15:56 Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00 ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06 Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30 Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26 Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03 Kaupa gagnaver í Finnlandi Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Viðskipti innlent 15.2.2024 09:08 Set velti fimm milljörðum og sett í söluferli Fjölskyldufyrirtækið Set á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. Set velti um fimm milljörðum króna í fyrra og jukust tekjur um 33 prósent á milli ára. Að auki voru tekjur erlendra félaga innan samsteypunnar samanlagt um 2,5 milljarðar króna árið 2023. Innherji 13.2.2024 16:39 Halda fullum launum í fæðingarorlofi Verkfræðistofan Mannvit sem starfað hefur frá árinu 1963 heitir COWI frá og með næstu viku. COWI keypti íslensku verkfræðistofuna í fyrra og er nafnabreytingin hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna. Íslensku starfsfólki bjóðast fríðindi á borð við full laun í fæðingarorlofi. COWI sér fyrir sér vöxt og leitar að öflugu starfsfólki. Viðskipti innlent 9.2.2024 12:56 Næstum þrefaldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum. Innherji 5.2.2024 14:31 Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50 Breskur orkusjóður kaupir Urðarfellsvirkjun á 900 milljónir Breskur orku- og innviðasjóður hefur keypt Urðarfellsvirkjun á um fimm milljónir punda, jafnvirði tæplega 900 milljónir króna. Stærsti eigandi vatnsaflsvirkjunarinnar með um 90 prósent hlut var Bergþór Kristleifsson. Innherji 26.1.2024 15:10 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 12 ›
Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. Viðskipti innlent 15.4.2024 17:22
KEA nú stærsti hluthafinn í Norlandair KEA hefur keypt rúmlega 21 prósent hlutafjár í Norlandair og verður eftir viðskiptin stærsti hluthafi félagsins með 43 prósenta eignarhlut. Viðskipti innlent 15.4.2024 11:42
Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. Innherji 15.4.2024 09:40
Kaupa Dive.is að fullu Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Viðskipti innlent 11.4.2024 16:12
KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Viðskipti innlent 11.4.2024 09:46
Ólöf og Omry selja Kryddhúsið John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 9.4.2024 10:49
Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Viðskipti innlent 5.4.2024 12:21
Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Viðskipti innlent 5.4.2024 07:06
„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Innlent 30.3.2024 20:24
Fíll í postulínsbúð? Svigrúm ríkisins til athafna á samkeppnismarkaði Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti. Umræðan 29.3.2024 11:15
Festi vill sættast við Samkeppniseftirlitið Festi hefur óskað eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á Lyfju. Viðskipti innlent 26.3.2024 10:05
Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Innlent 20.3.2024 22:55
„Sjálfgræðismenn“ vilji koma Landsbankanum í hendur auðmanna Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir „sjálfgræðismenn“ í Sjálfstæðisflokknum hafa önnur áform en að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna vegna kaupa Landsbankans á TM sé vegna þessa áforma. Innlent 19.3.2024 22:53
KEA eignast Ferro Zink hf. að fullu KEA hefur keypt 30 prósenta hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. Viðskipti innlent 19.3.2024 08:23
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58
Ardian hyggst fjórfalda umsvif Verne og leggja gagnaverunum til 163 milljarða Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu. Innherji 15.3.2024 07:14
Lífeyrissjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða afslætti Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.3.2024 13:00
Sverrir Viðar kaupir og sameinar tvö félög sem velta munu þremur milljörðum Sverrir Viðar Hauksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lykli og Heklu, og sjóður á vegum Ísafold Capital Partners hafa keypt Verslunartækni og Bako Ísberg í því skyni að sameina félögin. Sameinað félag munu að líkindum velta þremur milljörðum króna í ár. Innherji 8.3.2024 14:25
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. Viðskipti innlent 6.3.2024 15:56
Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00
ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30
Noona kaupir SalesCloud Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 27.2.2024 10:26
Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26.2.2024 11:03
Kaupa gagnaver í Finnlandi Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Viðskipti innlent 15.2.2024 09:08
Set velti fimm milljörðum og sett í söluferli Fjölskyldufyrirtækið Set á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. Set velti um fimm milljörðum króna í fyrra og jukust tekjur um 33 prósent á milli ára. Að auki voru tekjur erlendra félaga innan samsteypunnar samanlagt um 2,5 milljarðar króna árið 2023. Innherji 13.2.2024 16:39
Halda fullum launum í fæðingarorlofi Verkfræðistofan Mannvit sem starfað hefur frá árinu 1963 heitir COWI frá og með næstu viku. COWI keypti íslensku verkfræðistofuna í fyrra og er nafnabreytingin hluti af sameiningarferli Mannvits við COWI-samstæðuna. Íslensku starfsfólki bjóðast fríðindi á borð við full laun í fæðingarorlofi. COWI sér fyrir sér vöxt og leitar að öflugu starfsfólki. Viðskipti innlent 9.2.2024 12:56
Næstum þrefaldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum. Innherji 5.2.2024 14:31
Héðinn kaupir tvö félög Véltæknifyrirtækið Héðinn hf. gekk nýlega frá samningum um kaup á rekstri félaganna El-Rún ehf. og Hind ehf. Viðskipti innlent 29.1.2024 08:50
Breskur orkusjóður kaupir Urðarfellsvirkjun á 900 milljónir Breskur orku- og innviðasjóður hefur keypt Urðarfellsvirkjun á um fimm milljónir punda, jafnvirði tæplega 900 milljónir króna. Stærsti eigandi vatnsaflsvirkjunarinnar með um 90 prósent hlut var Bergþór Kristleifsson. Innherji 26.1.2024 15:10