Leikskólar

Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við

Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin.

Innlent
Fréttamynd

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Innlent
Fréttamynd

Inn­ritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við

Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar

Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu

Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans.

Innlent
Fréttamynd

Að læra að lesa og að verða læs

Því miður hefur umræðan um það hvað sé helst til ráða verið á villigötum og ljóst að misskilningur ríkir um það hvað læsi er og hvernig sé árangursríkast að bæta það.

Skoðun
Fréttamynd

Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. 

Innlent
Fréttamynd

Lof­orð um leik­skóla­mál – skal þá dæst og stunið?

Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Skólar ehf fjölga heilsueflandi leikskólum

„Við erum að bæta tveimur sex deilda heilsuleikskólum við hjá Garðabæ. Annan þeirra, Urriðaból við Kauptún er áætlað að opna í september á þessu ári en hinn í september 2023 og verður sá við Holtsgötu ofar í götunni. Þetta verkefni er mikil áskorun en mjög spennandi,“ segir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólar ehf.

Samstarf
Fréttamynd

Í tæp 30 ár með skóla­málin í borginni

Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­mál – fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag

Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í leik­skóla­málum

Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti.

Skoðun
Fréttamynd

Eflum þjónustu dagmæðra X-U

Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir.

Skoðun
Fréttamynd

Óréttlætið við leikskólann

Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Hugleiðing dagforeldris

Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er barninu mínu fyrir bestu?

Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil börn í stórum skólum

Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. 

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum um­önnunar­bilinu

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að for­eldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin

Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag.

Innlent