Ítalski boltinn

Fréttamynd

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma.

Sport
Fréttamynd

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma.

Sport
Fréttamynd

Figo til Inter?

Massimo Moratti, forseti itölsku bikarmeistaranna í Inter Milan, vill fá Portúgalann Luis Figo frá Real Madrid. Figo, sem Evrópumeistarar Liverpool höfði áhuga á allt þar til í gær, er nú að leita sér að nýju liði því krafta hans er ekki lengur óskað á Bernabeau.

Sport
Fréttamynd

Vieira á leiðinni til Torínó

Ítalska stórliðið Juventus er ákveðið í því að klófesta miðjumanninn Patrick Vieira frá Arsenal. Viðræður milli félaganna tveggja hafa staðið yfir undanfarna daga og talað er um að þær þokist í rétta átt fyrir Juventus. Samkvæmt fréttum er Juventus búið að bjóða átta milljónir punda í leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Crespo spilar með Chelsea

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo verður í herbúðum Englandsmeistara Chelsea á næstu leiktíð en hann var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð. Milan keypti Christian Vieri á dögunum en hann lék með Inter á síðasta tímabili.

Sport
Fréttamynd

AC Milan fær Christian Vieri

AC Milan gerði í dag 2 ára samning við ítalska landsliðssóknarmanninn Christian Vieri en aðeins nokkrir dagar eru síðan hann fékk sig lausan undan samningi hjá erkifjendunum í Inter Milan.

Sport
Fréttamynd

Samningi Vieris rift

Ítalska knattspyrnuliðið Internazionale hefur rift samningi við framherjann Christian Vieri. Vieri átti ár eftir af samningi en það varð að samkomulagi milli leikmannsins og félagsins að leiðir myndu skilja.

Sport
Fréttamynd

Roma má ekki kaupa í eitt ár

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bannað ítalska liðinu Roma að kaupa leikmenn í eitt ár. Romaliðið braut reglur þegar það keypti franska leikmanninn Philp Mexes í fyrra. Mexes var búinn að ganga frá samningi við franska liðið Auxerre en forráðamenn Roma settu sig í samband við leikmanninn og hvöttu hann til þess að hætta við félagaskiptin.

Sport
Fréttamynd

Zola leggur skóna á hilluna

Hinn smái en knái knattspyrnusnillingur Gianfranco Zola er hættur knattspyrnuiðkun, nokkrum dögum fyrir 39 ára afmæli sitt, en hann gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður.

Sport
Fréttamynd

Zola hættur

Einn skemmtilegasti knattspyrnumaður undanfarinna ára, Ítalinn Gianfranco Zola, tilkynnti í morgun að hann væri hættur í boltanum.  Zola verður 39 ára í næsta mánuði og lék síðast með Cagliari á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Crespo aftur til Chelsea?

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo, sem var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð frá Chelsea, er hugsanlega á leiðinni aftur til Englandsmeistaranna að sögn forráðamanna Mílanóliðsins.

Sport
Fréttamynd

Parma áfram í úrvalsdeildinni

Parma hélt sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á kostnað Bologna. Parma vann seinni einvígisleikinn við Bologna, 2-0, í gær. Í leikslok þurfti lögreglan að beita táragasi eftir að stuðningsmenn Bologna ruddust inn á völlinn.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti titill Inter í sjö ár

Inter tryggði sér í gær ítalska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Roma 1-0 í síðari leik liðanna og samanlagt 3-0 í báðum leikjunum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem Inter vinnur titil en það ár sigraði Inter í Evrópukeppni félagsliða.

Sport
Fréttamynd

Bologna skrefi nær efstu deild

Bologna sigraði Parma með einu marki gegn engu í umspili liðanna um að halda sæti sínu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þetta var fyrri leikur liðanna. Igli Tare skoraði eina mark leiksins, þjálfarar liðanna fengu báðir að líta rauða spjaldið og fá ekki að stýra liðum sínum um næstu helgi þegar það ræðst hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Inter sigraði í fyrri leiknum

Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Genoa og Empoli upp í Serie A

Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia.

Sport
Fréttamynd

Trapattoni fékk heimþrá og fór

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni fékk svo mikla heimþrá að hann er hættur sem knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica. Engu skipti þó Trappatoni leiddi liðið til sigurs í portúgölsku efstu deildinni sem er fyrsti landstitill félagsins í 11 ár.

Sport
Fréttamynd

Totti áfram hjá Roma

Francesco Totti fyrirliði Roma tók af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu þegar hann skrifaði undir brakandi nýjan 5 ára samning. Útlit var fyrir að "herra Roma" væri á förum frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Mutu spilaði aftur í dag

Adrian Mutu lék aftur í dag eftir sjö mánaða keppnisbann þegar Juventus lagði Cagliari að velli 4-2. Rúmenski framherjinn var rekinn frá Chelsea í október síðastliðinn eftir að kókaín fannst í blóði hans og var hann umsvifalaus settur í leikbann.

Sport
Fréttamynd

Vogel samdi við AC Milan

Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan.

Sport
Fréttamynd

Mutu með Juventus á sunnudag

Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Cassano ekki til Juventus

Luciano Moggi, forseti ítalska stórliðsins Juventus, sagði í dag að liðið hefði ekki áhuga á að fá ítalska landsliðsmanninn hjá Roma, Antonio Cassano, í sumar.

Sport
Fréttamynd

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro.

Sport
Fréttamynd

Mutu aftur í landsliðið

Fyrrum framherji Chelsea, Rúmeninn Adrian Mutu, hefur verið kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Hollandi og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Capello slær met

Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus.

Sport
Fréttamynd

Inter í úrslit bikarkeppninnar

Internazionale sigraði Cagliari 3-1 og 4-2 samtals í tveimur leikjum í undanúrslitum um ítalska bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi. Í úrslitum mætir Internazionale annaðhvort Roma eða Udinese.

Sport
Fréttamynd

Fúlir íþróttafréttamenn

Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því að áskriftarsjónvarpsstöð skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Juventus vann Milan

Juventus sigraði AC Milan fyrir framan 68 þúsund áhorfendur á San Siro í dag með einu marki gegn engu. Það var Frakkinn David Trezeguet sem skoraði sigurmarið á tuttugustu mínútu. Juve er þá komið með þriggja stiga forristu á Milan þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í ítalska boltanum

Efstu liðin í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, AC Milan og Juventus, mætast í deildinni í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 13.

Sport
Fréttamynd

Mourinho vill Crespo aftur

Framkvæmdastjóri Cheslea, Portúgalinn Jose Mourinho, hefur sagt að hann vilji fá Hernan Crespo aftur á Stamford Bridge næsta tímabil. Þessi argentínski sóknarmaður er sem stendur á árs lánssamning hjá AC Milan eftir að hann náði sér ekki á strik hjá Chelsea í fyrra.

Sport