Náttúruhamfarir

Fréttamynd

„Eitt­hvað sem við munum aldrei gleyma“

Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Innlent
Fréttamynd

Hús hrynj­a vegn­a for­dæm­a­lausr­a flóð­a

Rúmlega hundrað manns hafa látið lífið vegna umfangsmikilla flóða í norðurhluta Indlands í vikunni. Flóðunum hefur verið lýst sem fordæmalausum en þau fylgja fordæmalausum rigningum á monsúntímabilinu svokallaða, sem hófst í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Skelkuð hross í sjálf­heldu

Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma

Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili.

Erlent
Fréttamynd

„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“

Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­maðurinn er látinn

Bandarískur ferðamaður á þrítugsaldri, sem grófst undir í snjóflóði í Troms í Noregi í dag, er látinn. Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum og hafði hans verið leitað síðan.

Erlent
Fréttamynd

4,2 stiga skjálfti vestur af Gríms­ey

Stór jarðskjálfti varð tæplega 35 kílómetra vestur af Grímsey klukkan átta í morgun. Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og hafa þó nokkrir eftirskjálftar yfir tveimur að stærð mælst.

Innlent
Fréttamynd

Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er

Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi.

Innlent
Fréttamynd

Heildartjónið nemur 150 milljónum króna

Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. 

Innlent
Fréttamynd

Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Rýma fleiri hús á Eskifirði

Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður.

Innlent
Fréttamynd

Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við

Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 

Innlent
Fréttamynd

Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum

Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 

Innlent
Fréttamynd

Um­merki um fleiri flóð

Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær.

Innlent